Erlent

Hafi beðið Taí­van um milljarð dala til þess að tryggja banda­lagið

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ.
Mario Abdo Benítez, forseti Paragvæ. Getty/Mario Tama

Forseti Paragvæ, Mario Abdo Benítez er sagður hafa beðið taívönsk stjórnvöld um að fjárfesta í bandalagi ríkjanna tveggja fyrir einn milljarð dollara eða rúmlega 147 milljarða króna. Fjárfestinguna er hann sagður biðja um til þess að fá hvata til að láta ekki undan þrýstingi og gerast bandamaður Kína.

Paragvæ er eitt af þeim fáu ríkjum sem eru enn í formlegu bandalagi með Taívan en þau ríki sem viðurkenna sjálfstæði Taívan eru aðeins fjórtán talsins. Ekki sé hægt að viðurkenna bæði Kína og Taívan.

Haft er eftir Benítez þar sem hann gagnrýnir fjárfestingu Taívan í öðrum ríkjum sem ekki eru yfirlýstir bandamenn þeirra. Guardian greinir frá þessu.

Benítez gaf í skyn að bandalag Paragvæ og Taívan hefð komið sér illa fyrir Paragvæ. Ríkið hefði tapað miklum tekjum á því að geta ekki flutt landbúnaðarafurðir sínar til Kína og ekki geta fengið bóluefni við Covid-19 þegar auðveldast var að fá þau frá Kína.

Utanríkisráðherra Paragvæ, Julio César Arriola á í kjölfar orða Benítez að hafa gert lítið úr ummælunum og sagt að bandalag Paragvæ og Taívan væri byggt á sameiginlegum gildum, ekki greiða gegn greiða eða „quid pro quo.“

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×