„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. september 2022 09:00 Gunnar Nielsen Vísir/Bára Dröfn Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina. Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“ FH Besta deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Fáum hefur dulist erfitt gengi FH-inga í sumar sem enduðu 22 leikja mót í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 19 stig, einu á eftir Leikni og ÍBV sem eru þar fyrir ofan. Gunnar segir ekkert hægt að fara í felur með það að sumarið hafi reynst erfitt. „Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá FH. FH er stórt félag á Íslandi er alltaf vant því að vera á toppnum en svo erum við lentir í þessu og þegar maður lendir fyrst í þessu er oft erfitt að snúa því við,“ segir Gunnar, sem segir þó hluti hafa snúist við eftir að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn á Sjónarhóli í Kaplakrika í sumar. „En við finnum bara núna að það er allt önnur tilfinning í hópnum og innan félagsins líka. Þó svo að við höfum tapað síðasta leik finnst manni þetta vera á uppleið og svo er líka þessi bikarúrslitaleikur á laugardaginn sem er geggjað tækifæri, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt sumar, að spila úrslitaleik þar sem allt getur gerst,“ Erfitt að vera á bekknum en stendur að baki liðinu Gunnar missti stöðu sína til Atla Gunnars Guðmundssonar í sumar þar sem þjálfarar FH vildu breyta til. Þá hefur hann einnig glímt við meiðsli. „Það er alltaf erfitt, líka þegar maður er búinn að vera aðalmarkvörður hjá FH í nokkur ár. Að missa stöðuna er alltaf erfitt. Atli er hins vegar búinn að standa sig vel. Svo er ég líka búinn að vera eitthvað meiddur í sumar og missa út æfingar og leiki út af því líka,“ segir Gunnar og bætir við: „En ég er búinn í þessu í mörg ár, ég veit hvernig þetta er, svona er boltinn. Ég get velt mér upp hvað þetta sér erfitt og leiðinlegt fyrir mig og allt það, en það er ekki að fara að hjálpa. Ég þarf bara að halda áfram og ég styð liðið 100 prósent,“ Gunnar var í leikmannahópi Færeyja sem unnu Tyrkland í vikunni. Í ljósi þess óvænta sigurs hefur hann fulla trú á því að FH geti orðið bikarmeistari á laugardaginn. Liðið mætir ríkjandi bikarmeisturum Víkings á Laugardalsvelli klukkan 16:00 þann daginn. „Það er bara mjög góð stemning. Ég er að vísu búinn að vera með landsliðinu í viku en þeir eru búnri að æfa á fullu, menn eru klárir í þetta og þetta er geggjað tækifæri. Að sjálfsögðu eru Víkingar með gott lið, við vitum það allir. En þetta er einn leikur, og fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking núna á laugardaginn,“
FH Besta deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira