Lífið

Khloé hafnaði bónorði Tristans

Elísabet Hanna skrifar
Khloé gat ekki sagt já við bónorði Tristans.
Khloé gat ekki sagt já við bónorði Tristans. Getty/Joseph Okpako/ RB/Bauer-Griffin

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian segist hafa hafnað bónorði frá barnsföður sínum Tristan Thompson. Hún segist ekki hafa getað sagt já við spurningunni á þeim tímapunkti þar sem hún vilji vera stolt af slíkum tíðindum.

Í öðrum þættinum af The Kardashians sem sýndir eru á Hulu greinir Khloé frá því að Tristan hafi beðið hana að giftast sér, þremur mánuðum áður en hann hélt framhjá henni. Hún segist ekki hafa getað játast honum á þeim tímapunkti sem spurningin var borin upp þar sem hún vilji vera stolt af því að segja frá slíkum tíðindum en ekki skammast sín. 

Sagði fjölskyldunni ekki frá bónorðinu

Kim Kardashian, systir Khloé, sagði frá því í þáttunum að hún hafi heyrt af bónorðinu frá Tristan sjálfum en ekki Khloé. Hún segir það hafa komið upp þegar hún var að forvitnast um fyrirhuguð plön hans um að biðja systur sinnar á Valentínusardaginn í fyrra, þegar ár var liðið frá síðasta framhjáhaldi hans. Tristan á að hafa verið hissa að fjölskyldan vissi ekki af bónorðinu sem hann hafi borið upp í desember, nokkrum mánuðum áður. 

Í þáttunum segir Khloé það vera einstaklega erfitt að ná að hætta að elska Tristan. Þrátt fyrir allt sem hann hafi gert henni hafi hann verið kærastinn hennar og besti vinur og núna þurfi hún að hætta að elska hann. 

Eignaðist barn með annarri konu

Það var í janúar á þessu ári sem barnsfaðir hennar Tristan Thompson viðurkenndi að hafa feðrað barn með annarri konu en Khloé á meðan þau voru í sambandi. Yfirlýsingin kom í kjölfarið af málaferlum sem hófust þegar móðir barnsins, Maralee Nichols, óskaði eftir faðernisprófi

Khloé segist ekki hafa vitað af þessu fyrr en fjölmiðlar greindu frá því. Það var nokkrum dögum eftir að hún fór sjálf af stað í barneignaferli með honum með aðstoð staðgöngumóður. Þau eignuðust son í júlí á þessu ári. 


Tengdar fréttir

Khloé Kardashian sýndi frá fæðingu sonarins

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian deildi fæðingu sonar síns með áhorfendum þáttanna The Kardashians. Soninn eignaðist hún með aðstoð staðgöngumóður. Barnsfaðir hennar Tristan Thompson fékk að koma og hitta nýfædda soninn þrátt fyrir allt sem gengið hefur á þeirra á milli.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.