Lífið

Khloé tjáir sig opinberlega í fyrsta skipti um framhjáhaldið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Parið áður en upp komst um framhjáhaldið.
Parið áður en upp komst um framhjáhaldið. vísir/getty
Khloé Kardashian tjáði sig opinberlega í fyrsta skipti varðandi framhjáhald Tristan Thompson. Körfuboltamaðurinn var myndaður með annarri konu nokkrum dögum áður en True dóttir þeirra fæddist og komu í kjölfarið fram í sviðsljósið fleiri myndir og myndbönd sem sýndu framhjáhald hans.

Einn aðdáandi Khloé skrifaði færslu á Twitter þar sem hún lýsti yfir vonbrigðum sínum með að Khloé hafi ekki farið frá barnsföður sínum eftir að upp komst um framhjáhaldið.

„Hún predikar um að konur þurfi að vita virði sitt og hvenær sé kominn tími til að ganga í burtu.“

Aðdáandinn kallaði Khloé hræsnara til að gera það ekki sjálf í þessu tilfelli. Khloé var fljót að svara á Twitter og útskýra að það sé ekki auðvelt að ákveða að fara ekki í svona aðstæðum.

„Þú hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast á heimili okkar eða þá gríðarlegu uppbyggingu sem það þarf til að geta bara lifað saman. Ég er stolt af styrk mínum.“


Tengdar fréttir

Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Khloe Kardashian eignaðist stúlku á fimmtudagsmorguninn. Stúlkan fæddist á spítala í útjaðri borgarinnar Cleveland í Ohio-ríki, þar sem Khloe hefur verið búsett undanfarin misseri.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.