Lífið

Thomp­son segist ekki hafa haldið fram hjá með Kar­dashian

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tristan Thompson.
Tristan Thompson. getty/Jason Miller
Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé Kardashian og körfuboltamaður, svaraði í gær sögusögnum sem hafa gengið um að hann hafi haldið fram hjá fyrrverandi kærustu sinni, Jordan Craig, með Kardashian.

Hann skrifaði á Twitter í gær að hann hafi verið einhleypur þegar hann og Kardashian byrjuðu að skjóta saman nefjum. „Neikvæðu ummælin um hana eru óþörf. Hún á þessa neikvæðni ekki skilið fyrir mín mistök.“Orðrómur hefur gengið um að hann og barnsmóðir hans, Jordan, séu saman í fríi á Jamaíka með tveggja ára syni þeirra, Prince.

„Ég hef varið síðustu mánuðum við að þjálfa fyrir komandi NBA tímabil og að tryggja það að ég sé í eins góðu formi og ég mögulega get.“

Eins og er orðið víðfrægt hélt Tristan fram hjá Khloé rétt áður en hún fæddi dóttur þeirra, True, og svo aftur nú í vor með bestu vinkonu Kylie, systur Khloé.

„Bæði Khloé og Jordan hafa verið frábærar mæður barna minna,“ bætti Thompson við í tístunum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.