Innlent

Fram­sókn missir fjögur prósent milli mánaða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Sigurjón Ólason

Framsóknarflokkurinn mælist með 15,6 prósent fylgi í nýjustu könnun Maskínu sem framkvæmd var dagana 16. til 27. september. Flokkurinn var með 19,6 prósent í ágúst en tapaða fylgið virðist dreifast á Samfylkinguna, Viðreisn og Vinstri græna.

Samfylkingin mældist með 12,9 prósent í síðustu könnun en mælist nú með 15,2 prósent. Í kosningunum fyrir ári síðan hlaut flokkurinn 9,9 prósent atkvæða. Vinstri grænir mælast með 8,7 prósent fylgi miðað við 7,5 prósent í ágúst en fyrir ári síðan hlaut flokkurinn 12,6 prósent atkvæða.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar 0,1 prósenti, Sósíalistaflokkurinn 0,5 prósentum og Píratar 1,6 prósentum. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú alls með 3,6 prósentum minna fylgi en í kosningunum í fyrra á meðan Píratar og Sósíalistar eru enn með meira fylgi en þá. Sósíalistar með 2,7 prósentum meira og Píratar 3,7 prósentum meira.

Viðreisn, Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn bæta öll einnig við sig frá því í síðasta mánuði. Viðreisn bætir við sig 1,5 prósenti, Miðflokkurinn 0,8 prósentum og Flokkur fólksins 0,4 prósentum.

Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Könnunin fór fram dagana 16. til 27. september 2022 og voru 1.875 svarendur sem tóku afstöðu til flokks.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.