Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 19:01 Pétur á hliðarlínunni í Mosfellsbæ en hann var ekki sáttur með aðstæður í Tékklandi. Vísir/Tjörvi Týr Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. Leik dagsins lauk með markalausu jafntefli og því ljóst að Valur er úr leik þar sem Slavia Prag vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda með einu marki gegn engu. Pétur ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og lét þar óánægju sína í garð Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og KSÍ í ljós. „Mér finnst í lagi að Knattspyrnusambandið reyni að hjálpa svo það sé hægt [að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar]. Slavia fær vikufrí til að spila þennan leik, áttu að spila á sunnudag en leiknum var frestað,“ sagði þjálfari Valsliðsins frekar ósáttur með álagið sem hefur verið á hans liði. Þann 17. september fór Valur til Vestmannaeyja og spilaði við ÍBV. Miðvikudeginum eftir það mættust Valur og Slavia Prag að Hlíðarenda. Síðasta laugardag fóru Valskonur í Mosfellsbæ og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag spilaði liðið í Tékklandi og mætir svo Selfossi á heimavelli á laugardaginn kemur. „Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Við náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi,“ bætti Pétur við. Pétur hrósaði þó sínu liði og sagði það heilt yfir hafa verið betri aðilinn í einvíginu. Honum fannst lið sitt virka smá þreytt á köflum en sagði það hafa reynt og reynt. Að endingu fór Pétur yfir vallaraðstæður í Tékklandi. „Það stendur Respect [í. virðing] á fána hérna sem er merktum UEFA. Ef þetta er virðing, að spila á svona velli í úrslitaleik um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras og það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli. Á næsta ári stefnum við á að komast í riðlakeppnina,“ sagði Pétur Pétursson að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Sjá meira
Leik dagsins lauk með markalausu jafntefli og því ljóst að Valur er úr leik þar sem Slavia Prag vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda með einu marki gegn engu. Pétur ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og lét þar óánægju sína í garð Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og KSÍ í ljós. „Mér finnst í lagi að Knattspyrnusambandið reyni að hjálpa svo það sé hægt [að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar]. Slavia fær vikufrí til að spila þennan leik, áttu að spila á sunnudag en leiknum var frestað,“ sagði þjálfari Valsliðsins frekar ósáttur með álagið sem hefur verið á hans liði. Þann 17. september fór Valur til Vestmannaeyja og spilaði við ÍBV. Miðvikudeginum eftir það mættust Valur og Slavia Prag að Hlíðarenda. Síðasta laugardag fóru Valskonur í Mosfellsbæ og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag spilaði liðið í Tékklandi og mætir svo Selfossi á heimavelli á laugardaginn kemur. „Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Við náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi,“ bætti Pétur við. Pétur hrósaði þó sínu liði og sagði það heilt yfir hafa verið betri aðilinn í einvíginu. Honum fannst lið sitt virka smá þreytt á köflum en sagði það hafa reynt og reynt. Að endingu fór Pétur yfir vallaraðstæður í Tékklandi. „Það stendur Respect [í. virðing] á fána hérna sem er merktum UEFA. Ef þetta er virðing, að spila á svona velli í úrslitaleik um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras og það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli. Á næsta ári stefnum við á að komast í riðlakeppnina,“ sagði Pétur Pétursson að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Sjá meira