Fótbolti

Varði fimmta vítið í röð

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sommer er mikill vítabani og tryggði Sviss áfram á EM síðasta sumar eftir vörslu frá Kylian Mbappé í vítaspyrnukeppni. Þær keppnir telja hins vegar ekki inn í tölfræðina sem við á.
Sommer er mikill vítabani og tryggði Sviss áfram á EM síðasta sumar eftir vörslu frá Kylian Mbappé í vítaspyrnukeppni. Þær keppnir telja hins vegar ekki inn í tölfræðina sem við á. Daniel Mihailescu - Pool/Getty Images

Yann Sommer, markvörður Borussia Mönchengladbach og svissneska landsliðsins, hefur varið síðustu fimm vítaspyrnur sem hann hefur fengið á sig í leik með landsliðinu. 

Sommer varði vítaspyrnu Tomasar Soucek í 2-1 sigri Sviss á Tékklandi í Þjóðadeildinni í gær og tryggði Sviss þannig stigin þrjú. Ef undanskildar eru vítaspyrnukeppnir hefur Sommer varið fimm vítaspyrnur í röð með svissneska landsliðinu.

Hann hafði sitt að segja um að Evrópumeistarar Ítalíu fara ekki á heimsmeistaramótið sem fram undan er í Katar. Sommer varði tvö víti frá Jorginho, miðjumanni Chelsea, í forkeppni mótsins. Þá fyrri í markalausu jafntefli liðanna þann 5. september í fyrra og þá síðari í 1-1 jafntefli þann 12. nóvember.

Sommer varði þá einnig tvær vítaspyrnur frá Spánverjanum Sergio Ramos í einum og sama leiknum er Sviss og Spánn gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni 14. nóvember 2020. Vörslurnar tvær frá Ramos má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×