Leikmennirnir ánægðir með Heimi: Góður þjálfari og góð manneskja Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 16:01 Leon Bailey lýst vel á Heimi Hallgrímsson. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Jamaíka þurfti að þola 3-0 tap fyrir Argentínu í æfingaleik í New York í Bandaríkjunum í nótt í fyrsta leik Heimis Hallgrímssonar við stjórnvölin hjá liðinu. Leikmönnum liðsins lýst vel á Íslendinginn. „Þetta var nokkuð góð frammistaða, ég er stoltur af strákunum. Við vorum að spila við eitt besta landslið heims og það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr leiknum,“ sagði Andre Blake, markvörður og fyrirliði jamaíska liðsins eftir leik. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Argentínu allt fram á 86. mínútu en Lionel Messi skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Blake var spurður um nýja þjálfarann Heimi og kveðst hann spenntur fyrir framhaldinu með Vestmannaeyingnum. „Hann er frábær þjálfari, maður sér það. En þetta mun klárlega taka tíma. Við, leikmennirnir, verðum að sýna trú og koma okkur inn í kerfið. Ég held að með tíma getum við gert vel,“ Þetta er enn svolítið nýtt, við þurfum tíma til að læra betur inn á hvorn annan, reyna að gera betur og vonandi náum við undir leiðsögn þessa þjálfara að ná lengra,“ segir Blake. Andre Blake, markvörður og fyrirliði Jamaíku, segir það sjást langar leiðir að um færan þjálfara sé að ræða.Ira L. Black - Corbis/Getty Images Bailey segir hann með skýra sýn Leon Bailey, leikmaður Aston Villa, spilaði einnig leik gærkvöldsins og lýst ekki síður vel á Heimi og starfslið hans, sem inniheldur einnig markvarðaþjálfarann Guðmund Hreiðarsson. „Hann [Heimir] er með mjög skýra sýn á það sem hann vill og hvað hann vill að við afrekum sem hópur. Ég held að sem hópur, þegar við höfum öðlast fullan skilning og menn þekki sín hlutverk, frá markverði til framherja, verði það massíft fyrir okkur,“ segir Bailey og bætir við: „Mér finnst hann vera góð manneskja, hann er með heillandi persónuleika og það sama á við um starfsliðið hans. Ég held að þeir geti gert góða hluti og við getum gert góða hluti saman,“ Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
„Þetta var nokkuð góð frammistaða, ég er stoltur af strákunum. Við vorum að spila við eitt besta landslið heims og það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr leiknum,“ sagði Andre Blake, markvörður og fyrirliði jamaíska liðsins eftir leik. Staðan í leiknum var 1-0 fyrir Argentínu allt fram á 86. mínútu en Lionel Messi skoraði tvö mörk á lokamínútunum. Blake var spurður um nýja þjálfarann Heimi og kveðst hann spenntur fyrir framhaldinu með Vestmannaeyingnum. „Hann er frábær þjálfari, maður sér það. En þetta mun klárlega taka tíma. Við, leikmennirnir, verðum að sýna trú og koma okkur inn í kerfið. Ég held að með tíma getum við gert vel,“ Þetta er enn svolítið nýtt, við þurfum tíma til að læra betur inn á hvorn annan, reyna að gera betur og vonandi náum við undir leiðsögn þessa þjálfara að ná lengra,“ segir Blake. Andre Blake, markvörður og fyrirliði Jamaíku, segir það sjást langar leiðir að um færan þjálfara sé að ræða.Ira L. Black - Corbis/Getty Images Bailey segir hann með skýra sýn Leon Bailey, leikmaður Aston Villa, spilaði einnig leik gærkvöldsins og lýst ekki síður vel á Heimi og starfslið hans, sem inniheldur einnig markvarðaþjálfarann Guðmund Hreiðarsson. „Hann [Heimir] er með mjög skýra sýn á það sem hann vill og hvað hann vill að við afrekum sem hópur. Ég held að sem hópur, þegar við höfum öðlast fullan skilning og menn þekki sín hlutverk, frá markverði til framherja, verði það massíft fyrir okkur,“ segir Bailey og bætir við: „Mér finnst hann vera góð manneskja, hann er með heillandi persónuleika og það sama á við um starfsliðið hans. Ég held að þeir geti gert góða hluti og við getum gert góða hluti saman,“
Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Reggístrákarnir hans Heimis réðu ekki við Messi Heimir Hallgrímsson stýrði jamaíska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn þegar það tapaði 3-0 fyrir Argentínu í vináttulandsleik í nótt. Leikið var í New Jersey í Bandaríkjunum. 28. september 2022 07:01