Erlent

Gerir son sinn að for­sætis­ráð­herra

Bjarki Sigurðsson skrifar
Salman bin Abdulaziz, konungur Sádi-Arabíu, hefur nú gert þrjá syni sína að ráðherrum.
Salman bin Abdulaziz, konungur Sádi-Arabíu, hefur nú gert þrjá syni sína að ráðherrum. Getty/Dan Kitwood

Konungur Sádi-Arabíu hefur skipað son sinn og erfingja í stöðu forsætisráðherra landsins. Annar sonur hans verður varnarmálaráðherra og þriðji sonurinn orkumálaráðherra.

Elsti sonur konungs Sádi-Arabíu, hinn umdeildi Mohammed bin Salman, er nýr forsætisráðherra Sádi-Arabíu en hann var áður varnarmálaráðherra. Bróðir hans, Prins Khalid, tekur við þeirri stöðu.

Salman er elstur þeirra bræðra en þriðji bróðirinn, Abdulaziz bin Salman, er orkumálaráðherra landsins. Þeir eru því alls þrír bræðurnir í ríkisstjórn landsins.

Bin Salman mun taka við sem konungur er faðir hans fellur frá. Konungurinn er 85 ára og hefur dvalið mikið á spítala síðustu ár. Bin Salman hefur verið bendlaður við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Tyrklandi árið 2018 og er afar umdeildur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×