Fréttir

Spurði bin Sal­man út í morðið á Khas­hoggi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Biden sagði við krónprinsinn að hann teldi hann bera ábyrgð á morðinu.
Biden sagði við krónprinsinn að hann teldi hann bera ábyrgð á morðinu. EPA/Bandar Aljaloud

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Biden er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og fundaði í dag bæði með Salman og föður hans, konungi Sádi-Arabíu.

Það vakti mikla athygli að Biden „klesst‘ann“ (e. fist bump) við bin Salman en forsetinn hefur áður gagnrýnt krónprinsinn gífurlega fyrir hans aðkomu að morðinu á Khashoggi. Hann er grunaður um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum.

„Hann sagði eiginlega að hann væri sjálfur ekki ábyrgur fyrir því [morðinu]. Ég gaf í skyn að ég teldi hann vera það,“ hefur fréttaveita Reuters eftir Biden.

Khashoggi var sádiarabískur blaðamaður og var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Tyrklandi árið 2018. Hann var afar gagnrýninn á Salman-feðgana og því hefur ávallt verið talið að krónprinsinn sé tengdur morðinu.


Tengdar fréttir

Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar

"Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×