Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Ísak og Þórir koma inn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson kemur inn í byrjunarlið Íslands.
Ísak Bergmann Jóhannesson kemur inn í byrjunarlið Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Arnar Þór Viðarsson hefur valið þá ellefu leikmenn sem verða í byrjunarliði Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA.

Arnar gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá því að liðið mætti Venesúela fyrir helgi.

Þeir Þórir Jóhann Helgason og Ísak Bergmann Jóhannesson koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Stefán Teit Þórðar­son og Há­kon Arn­ar Hall­dórs­son.

Rúnar Alex Rúnarsson stendur í markinu hjá íslenska liðinu, en varnarlínuna skipa þeir Guðlaug­ur Victor Páls­son, Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Hörður Björg­vin Magnús­son og Davíð Kristján Ólafs­son.

Birk­ir Bjarna­son, Þórir Jó­hann Helga­son og Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son eru inni á miðsvæðinu og þeir Arn­ór Sig­urðsson, Al­freð Finn­boga­son og Jón Dag­ur Þor­steins­son eru í fremstu víglínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.