Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 15:21 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex. Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Sjá meira
Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex.
Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49