Innlent

Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Veðrið í dag verður betra en um helgina eftir fyrstu haustlægðina.
Veðrið í dag verður betra en um helgina eftir fyrstu haustlægðina. Vísir/Vilhelm

Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Gera má ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, en norðvestan strekkingur austast fram eftir morgni. 

Bjart með köflum en skýjað norðaustantil á landinu þar sem einhverrar rigningu gæti orðið vart. Hitt tvö til tíu stig yfir daginn og mildast sunnan heiða. 

Á morgun verður hægur vindur og dálítil væta á víð og dreif en lengst af þurrt á Norðurlandi og hiti fjögur til tíu stig. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Hæg suðlæg eða breytileg átt og lítilsháttar væta, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 10 stig.

Á fimmtudag:

Sunnan 3-8 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hægt vaxandi suðaustan- og austanátt eftir hádegi, 10-18 um kvöldið með talsverðri rigningu á Suðausturlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Norðaustan og austan 10-18 og víða rigning, talsverð úrkoma austantil fram eftir degi. Lægir smám saman sunnan- og austanlands eftir hádegi. Hiti 6 til 13 stig.

Á laugardag:

Norðaustan- og norðanátt og rigning með köflum, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Breytileg átt og dálítil væta með köflum. Áfram milt í veðri.

Á mánudag:

Suðaustanátt og úrkomulítið, en fer að rigna sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 12 stig.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.