Ef við hefðum ekki átt nál værum við öll nakin út í móa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2022 20:05 Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi og Margrét Tryggvadóttir, hugmyndasmiður sýningarinnar (t.h.) eru alsælar með sýninguna í Goðalandi í Fljótshlíð, sem opnaði um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Margt verður til í kvenna höndum“ er yfirskrift á sýningu, sem konur í Kvenfélaginu Einingu í Hvolhreppi eru með í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Saumnálin spilar þar stærsta hlutverkið. Sýningin, sem er öll hin glæsilegasta sýnir handverk kvenna, sem unnin hafa verið með nál í gegnum árin en tilgangurinn er að sýna hvað saumnálin, þessi litli hlutur hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Margrét Tryggvadóttir, kvenfélagskona átti hugmyndina að sýningunni. „Þegar við fórum að byrja á þessari sýningu þá áttuðum við okkur á því hvað nálin hefur haft mikil áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar. Því hvar værum við ef við hefðum ekki átt nál, við værum öll nakin einhvers staðar út í móa,“ segir Margrét og hlær. Hvers konar verk eru aðallega á þessari sýningu? „Það er bara allt á milli himins og jarðar, allt frá skóm og upp í hatt og svo dúkar, myndir, sænguver og refilsaumur, bara nefndu það, bætir Margrét við. Mjög mikið af fallegum hlutum eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög fjölbreytt og flott sýning og virkilega vel sett upp og mikil vinna hjá kvenfélagskonum, sem liggur hér að baki að setja svona upp. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf að framkvæma hana,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi. Gestir sem mættu á opnun sýningarinnar voru beðnir að koma í þjóðbúningum og urðu nokkrir við þeirri áskorun. „Nú er eiginlega bara mottó hjá okkur á næsta þorrablóti þá eiga allir að vera í heimasaumuðu,“ segir Margrét Tryggvadóttir ákveðinn í bragði. Hópar geta pantað að fá að koma á sýninguna hjá Margrét í gegnum netfangið hennar, sem er mtrygg@ismennt.isMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélagið? „Það mætti ganga betur, ég held að þær fatti ekki bara af hverju þær eru að missa,“ segir formaður Einingar. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Handverk Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Sýningin, sem er öll hin glæsilegasta sýnir handverk kvenna, sem unnin hafa verið með nál í gegnum árin en tilgangurinn er að sýna hvað saumnálin, þessi litli hlutur hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Margrét Tryggvadóttir, kvenfélagskona átti hugmyndina að sýningunni. „Þegar við fórum að byrja á þessari sýningu þá áttuðum við okkur á því hvað nálin hefur haft mikil áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar. Því hvar værum við ef við hefðum ekki átt nál, við værum öll nakin einhvers staðar út í móa,“ segir Margrét og hlær. Hvers konar verk eru aðallega á þessari sýningu? „Það er bara allt á milli himins og jarðar, allt frá skóm og upp í hatt og svo dúkar, myndir, sænguver og refilsaumur, bara nefndu það, bætir Margrét við. Mjög mikið af fallegum hlutum eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög fjölbreytt og flott sýning og virkilega vel sett upp og mikil vinna hjá kvenfélagskonum, sem liggur hér að baki að setja svona upp. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf að framkvæma hana,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi. Gestir sem mættu á opnun sýningarinnar voru beðnir að koma í þjóðbúningum og urðu nokkrir við þeirri áskorun. „Nú er eiginlega bara mottó hjá okkur á næsta þorrablóti þá eiga allir að vera í heimasaumuðu,“ segir Margrét Tryggvadóttir ákveðinn í bragði. Hópar geta pantað að fá að koma á sýninguna hjá Margrét í gegnum netfangið hennar, sem er mtrygg@ismennt.isMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélagið? „Það mætti ganga betur, ég held að þær fatti ekki bara af hverju þær eru að missa,“ segir formaður Einingar. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Handverk Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira