Erlent

Ellefu börn í hópi hinna fimm­tán látnu í Iz­hevsk

Atli Ísleifsson skrifar
Rússneskir fjölmiðlar segja árásina hafi hafist á meðan kennsla stóð yfir.
Rússneskir fjölmiðlar segja árásina hafi hafist á meðan kennsla stóð yfir. AP

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grunnskóla í rússnesku borginni Izhevsk í morgun. Ellefu af hinum látnu voru börn, en auk þeirra fórust tveir öryggisverðir og tveir kennarar í árásinni.

Þetta staðfesta talsmenn rússneskra yfirvalda. Auk hinna látnu eru 24 sagðir hafa særst í árásinni.

Lögregla staðfestir að árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi eftir árásina, en enn á eftir að bera kennsl á hann. Fjölmiðillinn Meduza segir þó að árásarmaðurinn hafi verið 25 ára karlmaður og fyrrverandi nemandi við skólann. 

„Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg. Hann var klæddur í svartan stuttermabol með nasistatáknum og svo með lambhúshettu. Hann var ekki með nein persónuskilríki á sér og vinnum við nú að því að bera kennsl á hann,“ segir lögregla í samtali við RIA.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti færdæmdi í morgun árásina og lýsti hinni sem „ómanneskjuleri hryðjuverkaárás“.

Rússneskir fjölmiðlar segja árásina hafi hafist á meðan kennsla stóð yfir. Á samfélagsmiðlum hafa verið birt myndbönd þar sem sést til barna hlaupa eftir göngum og leita skjóls inni í kennslustofum.

Árásin varð í skóla númer 88 í borginni Izjevsk í héraðinu Udmurtia, en nemendur við skólann eru um þúsund. Bærinn er líklegast þekktastur fyrir að vera heimabær vopnaframleiðandans Kalishnikov, en bæði höfuðstöðvar og verksmiðja framleiðandans er að finna í borginni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×