Fótbolti

Fjórir Frakkar reknir út af í sama leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darnell Bile skallar andstæðing.
Darnell Bile skallar andstæðing.

Upp úr sauð í leik U-18 ára landsliða Frakklands og Póllands í fótbolta í gær. Hætta þurfti leik eftir af fjórir Frakkar fengu rautt spjald.

Fjandinn varð laus eftir að Darnell Bile, leikmaður Frakklands, skallaði pólskan leikmann eftir að hafa straujað hann niður á 75. mínútu. Bile fékk rautt spjald og varð þar með fjórði Frakkinn til að verða rekinn af velli. Í kjölfarið brutust út áflog milli leikmanna og þjálfarateyma liðanna.

Staðan í hálfleik var jöfn, 2-2, og enn 22 leikmenn inni á vellinum. Í seinni hálfleik fækkaði þeim smám saman.

Ilyes Housni var rekinn af velli á 55. mínútu og sex mínútum síðar fór Jeanuel Belocian sömu leið. Malang Gomis varð svo þriðji leikmaðurinn til að fjúka af velli á 72. mínútum. Fimm mínútum eftir það fékk Bile rauða spjaldið. Brot hans má sjá hér fyrir neðan.

Þar sem aðeins sjö Frakkar voru eftir inni á vellinum þurfti dómarinn að flauta leikinn af. Pólverjar voru 2-3 yfir og var dæmdur sigur.

Þjálfari Frakklands er Bernard Diomede, fyrrverandi leikmaður Liverpool. Hann var afar ósáttur í leikslok og sagði að leikmennirnir sem voru reknir af velli gætu ekki átt afturkvæmt í franska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×