Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö segjum við frá því að Landlæknir hefur fengið ábendingar um að karlmaður sinni störfum sálfræðings þrátt fyrir að hafa ekki starfsleyfi.

Maðurinn segist í samtali við fréttastofu tengja skjólstæðinga við geðlækna erlendis vegna læknaskorts hér.

 Fréttastofa hefur rætt við fjölmarga skjólstæðinga hans sem segjast hafa greitt honum fyrir ADHD greiningar sem síðan hafi ekki verið teknar gildar af geðlæknum.

Lögmaður manns sem er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um skipulagningu hryðjuverks biðlar til fólks að sýna ekki of mikla dómhörku.

Umhyggja fékk í dag einn hæsta styrk sem góðagerðasamtökin Team Rynkeby hafa veitt

Tuttugu ár eru liðin frá því að heimildarmyndin Í skóm drekans kom út en lögbann var sett á hana daginn fyrir frumsýningu hennar. .Fréttamaður okkar Hallgerður fer á sérstaka afmælissýningu í Bíó Paradís.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×