Vill spila með FH þó að kærastinn sé hjá foreldrum hennar í Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir var eldhress í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir leiki helgarinnar. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk að vanda góða gesti til að spá í spilin í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir næstsíðustu umferðina í Bestu deild kvenna í fótbolta, sem leikin er um helgina. Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Sjá meira