Innlent

Réðst í heimildar­leysi inn á heimili konu og nauðgaði

Atli Ísleifsson skrifar
Dómur í málinu féll í Landsrétti í gær.
Dómur í málinu féll í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur staðfest átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu og nauðgað henni þar sem hún lá sofandi í sofa íbúðarinnar.

Í dómnum segir að manninum hafi einnig verið gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, alls um 1,8 milljónir króna.

Í ákæru kom fram að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konunnar í Reykjavík og haft við hana kynferðismök án hennar samþykkis þar sem hún lá sofandi í sófa í stofu íbúðarinnar. Maðurinn klæddi þar konuna úr nærbuxum hennar, káfaði á og sleikti kynfæri hennar og notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og áhrifa svefnlyfs.

Atvikið átti sér stað í apríl 2018, en maðurinn neitaði sök í málinu.

Í dómi Landsréttar segir að framburður brotaþola hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og trúverugur. Þá hafi hann fengið stoð í smáskilaboðum til vitnis umrædda nótt, þar sem stóð: „Var að vakna við X fikta i fokking pikuna.“

Konan hafði farið fram á þrjá milljónir í miskabætur, en héraðsdómari og dómarar í Landsrétti töldu hæfileg upphæð vera tvær milljónir króna.

Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm í Hæstarétti 2006, fyrir tilraun til manndráps, og þá hafi hann gengist undir viðurlagaákvörðun áið 2013 fyrir umferðarlagabrot.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×