Guðlaugur Victor: Alltaf gott að spila með Aroni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:40 Guðlaugur Victor Pálsson var ánægður með sigurinn í dag. Getty/Alex Grimm Guðlaugur Victor Pálsson lék sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í langan tíma er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í kvöld. „Það var virkilega gaman,“ sagði Guðlaugur í samtali við Viaplay að leik loknum. „Skemmtilegt líka að koma til baka og vinna, það var mjög skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur unnið landsleik.“ Guðlaugur var ekki sá eini sem var að snúa til baka í landsliðið eftir langa fjarveru, en hann lék í hægri bakverði í dag með landsliðsfyrirliðan Aron Einar Gunnarsson, sem hafði ekki leikið með landsliðinu síðan í júní á seinasta ári, sér við hlið. „Það er alltaf gott að hafa Aron og alltaf gott að spila með Aroni. Hann er mikill leiðtogi og hann hjálpar öllum og hjálpar mér. Ég reyni að hjálpa honum líka, ekki það að það þurfi svo sem.“ Mikil harka var oft á tíðum í leiknum og leikmenn Venesúela áttu það til að láta vel í sér heyra. Guðlaugur segir það ekki koma sér á óvart, enda séu suður-amerískir leikmenn oft á tíðum blóðheitir. „Já, þeir eru svolítið í því. En ef maður er harður við þá þá eru þeir líka fljótir að missa hausinn og maður þarf að vera fastur á þeim. Þeir eru með heitt blóð.“ Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik urðu leikmenn íslenska liðsins beittari eftir hlé, en Guðlaugur segir þó að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, hafi ekki tekið neina stóra ræðu inni í búningsklefa. „Nei, nei svo sem ekki. Það var bara farið yfir hluti sem við þurftum að gera aðeins betur. Þetta var náttúrulega leikur með ekki mjög mikið af færum og kannski ekkert það skemmtilegasta að horfa á hann. En bara mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og fengið sigur. Það er bara frábært fyrir sjálfstraustið í næsta leik og eins og allir vita þá er þetta búið að vera strembið og við höfum ekki unnið mikið af leikjum þannig að það er bara frábært fyrir okkur sem hóp að fá sigur og styrkja sjálfstraustið í hópnum. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23 Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Það var virkilega gaman,“ sagði Guðlaugur í samtali við Viaplay að leik loknum. „Skemmtilegt líka að koma til baka og vinna, það var mjög skemmtilegt. Það er langt síðan maður hefur unnið landsleik.“ Guðlaugur var ekki sá eini sem var að snúa til baka í landsliðið eftir langa fjarveru, en hann lék í hægri bakverði í dag með landsliðsfyrirliðan Aron Einar Gunnarsson, sem hafði ekki leikið með landsliðinu síðan í júní á seinasta ári, sér við hlið. „Það er alltaf gott að hafa Aron og alltaf gott að spila með Aroni. Hann er mikill leiðtogi og hann hjálpar öllum og hjálpar mér. Ég reyni að hjálpa honum líka, ekki það að það þurfi svo sem.“ Mikil harka var oft á tíðum í leiknum og leikmenn Venesúela áttu það til að láta vel í sér heyra. Guðlaugur segir það ekki koma sér á óvart, enda séu suður-amerískir leikmenn oft á tíðum blóðheitir. „Já, þeir eru svolítið í því. En ef maður er harður við þá þá eru þeir líka fljótir að missa hausinn og maður þarf að vera fastur á þeim. Þeir eru með heitt blóð.“ Eftir nokkuð bragðdaufan fyrri hálfleik urðu leikmenn íslenska liðsins beittari eftir hlé, en Guðlaugur segir þó að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, hafi ekki tekið neina stóra ræðu inni í búningsklefa. „Nei, nei svo sem ekki. Það var bara farið yfir hluti sem við þurftum að gera aðeins betur. Þetta var náttúrulega leikur með ekki mjög mikið af færum og kannski ekkert það skemmtilegasta að horfa á hann. En bara mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu og fengið sigur. Það er bara frábært fyrir sjálfstraustið í næsta leik og eins og allir vita þá er þetta búið að vera strembið og við höfum ekki unnið mikið af leikjum þannig að það er bara frábært fyrir okkur sem hóp að fá sigur og styrkja sjálfstraustið í hópnum.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23 Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. 22. september 2022 18:23
Umfjöllun: Venesúela-Ísland 0-1 | Ísak tryggði íslenska liðinu sigur af vítapunktinum Ísland bar sigur úr býtum með einu marki gegn engu þegar liðið mætti Venesúela í vináttulandsleik í fótbolta karla í úthverfi Vínarborgar í Austurríki í dag. 22. september 2022 17:57