„Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 14:51 Unnur Ösp er leikstjóri verksins Sem á himni. Þjóðleikhúsið Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð og túlkun á fatlaðri persónu í verkinu, sem er byggt á er á sænsku kvikmyndinni Så som i himmelen, í vikunni. Um er að ræða karakterinn Dodda, sem af verkinu að dæma er með einhverskonar þroskaskerðingu og hreyfihömlun en leikari sem glímir ekki við slíka fötlun fer með hlutverkið. Að sögn Nínu var Doddi barngerður og niðurlægður að óþörfu en í einu atriði pissar hann á sig á sviðinu. Gagnrýnandi Fréttablaðsins kom þá fram með sambærilega gagnrýni. Talskona Tabú sagði að um væri að ræða einhvers konar holdgerving staðalímynda um fatlað fólk. „Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi,“ sagði hún. Fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri verksins, svarar fyrir gagnrýnina á Facebook síðu sinni en hún segir það óendanlega særandi að í umræðunni sé talað um að birtingarmynd persónunnar sé ekki rétt, leikið af röngum aðila og að hún hefði átt að milda, breyta eða jafnvel sleppa hlutverki Dodda. Með aðalhlutverk fara Salka Sól og Elmar Gilbertsson en leikarahópurinn telur 25 manns. Mynd/Þjóðleikhúsið „Í lífi sumra eru þessar áskoranir sem persónan fæst við daglegt brauð. Ég vildi því síst milda það eða fara um það mjúkum höndum. Ég vildi alls ekki draga úr þeim ömurlegu fordómum sem persónan mætir af samfélaginu í sögunni. Ég valdi að fá næman listamann til að túlka þessa persónu af virðingu, skilningi og kærleika. Það hryggir óendanlega ef það kemur ekki yfir til allra,“ segir Unnur. Sjálf eigi hún fatlað barn, sem takist á við svipaðar áskoranir og persóna Dodda, og því standi málefni fatlaðra henni persónulega mjög nærri. Það að eiga fatlað barn sé yndislegt en á sama tíma „brútal, ljótt, erfitt, vandræðalegt, banalt og óþægilegt.“ „Ég ákvað að taka að mér leikstjórn á þessari sögu m.a. af þeirri ástæðu að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélagi okkar. Því miður erum við stutt komin þegar kemur að réttindum og virðingu þessa hóps, því mæti ég á hverjum degi,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að samfélagið þori inn í þetta erfiða samtal sem snúi að málefnum fatlaðra, þó það sé sársaukafullt. Fatlaðar persónur eigi tilverurétt í sögunum sem sagðar séu í leikhúsinu og því þurfi að einblína á réttindi fatlaðra í samfélaginu öllu. „Raddir fatlaðar verða að heyrast og það sem aldrei fyrr. Og það á vettvangi sem getur náð augum og eyrum sem flestra. Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning,“ segir Unnur en hún segir Þjóðleikhúsið boða til málþings um leikhúsið og birtingamynd raunveruleikans innan þess. Leikhús Málefni fatlaðs fólks Menning Tengdar fréttir „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16 Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. 21. maí 2021 14:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Nína Hjálmarsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð og túlkun á fatlaðri persónu í verkinu, sem er byggt á er á sænsku kvikmyndinni Så som i himmelen, í vikunni. Um er að ræða karakterinn Dodda, sem af verkinu að dæma er með einhverskonar þroskaskerðingu og hreyfihömlun en leikari sem glímir ekki við slíka fötlun fer með hlutverkið. Að sögn Nínu var Doddi barngerður og niðurlægður að óþörfu en í einu atriði pissar hann á sig á sviðinu. Gagnrýnandi Fréttablaðsins kom þá fram með sambærilega gagnrýni. Talskona Tabú sagði að um væri að ræða einhvers konar holdgerving staðalímynda um fatlað fólk. „Kynlaus, vandræðalegur, barngerður og óaðlaðandi,“ sagði hún. Fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri verksins, svarar fyrir gagnrýnina á Facebook síðu sinni en hún segir það óendanlega særandi að í umræðunni sé talað um að birtingarmynd persónunnar sé ekki rétt, leikið af röngum aðila og að hún hefði átt að milda, breyta eða jafnvel sleppa hlutverki Dodda. Með aðalhlutverk fara Salka Sól og Elmar Gilbertsson en leikarahópurinn telur 25 manns. Mynd/Þjóðleikhúsið „Í lífi sumra eru þessar áskoranir sem persónan fæst við daglegt brauð. Ég vildi því síst milda það eða fara um það mjúkum höndum. Ég vildi alls ekki draga úr þeim ömurlegu fordómum sem persónan mætir af samfélaginu í sögunni. Ég valdi að fá næman listamann til að túlka þessa persónu af virðingu, skilningi og kærleika. Það hryggir óendanlega ef það kemur ekki yfir til allra,“ segir Unnur. Sjálf eigi hún fatlað barn, sem takist á við svipaðar áskoranir og persóna Dodda, og því standi málefni fatlaðra henni persónulega mjög nærri. Það að eiga fatlað barn sé yndislegt en á sama tíma „brútal, ljótt, erfitt, vandræðalegt, banalt og óþægilegt.“ „Ég ákvað að taka að mér leikstjórn á þessari sögu m.a. af þeirri ástæðu að vekja athygli á stöðu fatlaðra í samfélagi okkar. Því miður erum við stutt komin þegar kemur að réttindum og virðingu þessa hóps, því mæti ég á hverjum degi,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að samfélagið þori inn í þetta erfiða samtal sem snúi að málefnum fatlaðra, þó það sé sársaukafullt. Fatlaðar persónur eigi tilverurétt í sögunum sem sagðar séu í leikhúsinu og því þurfi að einblína á réttindi fatlaðra í samfélaginu öllu. „Raddir fatlaðar verða að heyrast og það sem aldrei fyrr. Og það á vettvangi sem getur náð augum og eyrum sem flestra. Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning,“ segir Unnur en hún segir Þjóðleikhúsið boða til málþings um leikhúsið og birtingamynd raunveruleikans innan þess.
Leikhús Málefni fatlaðs fólks Menning Tengdar fréttir „Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16 Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. 21. maí 2021 14:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“ Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk. 21. september 2022 22:16
Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. 21. maí 2021 14:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent