Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu Stefán Árni Pálsson skrifar 21. maí 2021 14:31 Unnur Ösp hefur tekið nokkur verk að sér í leikstjórn. Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004. Verkið verður frumsýnt á næsta ári en söngleikurinn er byggður á verðlaunamynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna, og er sannkallaður óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar, sem lætur engan ósnortinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Sem á himni er söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Mikil tilhlökkun Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Sem á himni er hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarverðlauna. Höfundar eru Fredrik Kempe og Carin og Kay Pollak. „Það er mikil tilhlökkun að takast á við að setja á svið þennan yndislega söngleik á Stóra sviði Þjóðleikhússins, með öllu þessu magnaða listafólki,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ég og við öll sem erum að undirbúa uppsetninguna erum gersamlega heilluð af tónlistinni. Þessi söngleikur er sannarlega hjartnæm innblástursbomba sem mun hrista upp í tilveru áhorfenda.“ Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru sýningarnar Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Unnur er meðal þeirra listamanna sem gengu á síðasta ári í hóp fastráðinna listamanna Þjóðleikhússins. Listrænir stjórnendur eru í fremstu röð: Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Þýðing: Þórarinn Eldjárn Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Æfingar hefjast nú í september en frumsýning er á nýju ári. Menning Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Verkið verður frumsýnt á næsta ári en söngleikurinn er byggður á verðlaunamynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna, og er sannkallaður óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar, sem lætur engan ósnortinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Sem á himni er söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Mikil tilhlökkun Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Sem á himni er hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarverðlauna. Höfundar eru Fredrik Kempe og Carin og Kay Pollak. „Það er mikil tilhlökkun að takast á við að setja á svið þennan yndislega söngleik á Stóra sviði Þjóðleikhússins, með öllu þessu magnaða listafólki,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir. „Ég og við öll sem erum að undirbúa uppsetninguna erum gersamlega heilluð af tónlistinni. Þessi söngleikur er sannarlega hjartnæm innblástursbomba sem mun hrista upp í tilveru áhorfenda.“ Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru sýningarnar Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu. Unnur er meðal þeirra listamanna sem gengu á síðasta ári í hóp fastráðinna listamanna Þjóðleikhússins. Listrænir stjórnendur eru í fremstu röð: Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Þýðing: Þórarinn Eldjárn Danshöfundur: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Æfingar hefjast nú í september en frumsýning er á nýju ári.
Menning Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira