Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2022 13:23 Formaður Félags fornleifafræðinga segir réttast að draga ráðningu þjóðminjavarðar til baka og hefja ferlið að nýju. Facebook/Egill Aðalsteinsson Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. Fljótlega eftir að nýr þjóðminjavörður var ráðinn án auglýsingar óskaði Félag fornleifafræðinga eftir fundi með ráðherra og ráðuneyti um málið því félagið telur framkvæmd ráðningarinnar ekki hafa verið „í anda laganna“. Í hádeginu á mánudag mun félagið funda með ráðherra. Fréttastofa ræddi við Gylfa Björn Helgason í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við vonum bara að sá fundur verði upplýsandi. Við munum náttúrulega ýta á ráðherrann og reyna að komast að því hvers vegna hún fór í þessa vegferð, að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar.“ Gylfi segir að þau svör sem ráðherra hafi gefið hingað til hafi hvorki verið nægilega góð né skýr. „Hún segir að það hafi farið fram ákveðin vinna innan ráðuneytisins og að út hafi verið kastað ákveðið net og síðan hafi verið valið úr þessu neti hverjir væru bestir til að gegna þessari stöðu. Ég held að fréttir undanfarið sýni að þessi vinna hafi ekki verið neitt sérstaklega vel unnin. Það hefur komið í ljós mikil óánægja með starfshætti þeirrar manneskju sem var ráðin á þeim vinnustað sem hún var á áður. Þannig að maður setur spurningamerki við þetta; hverjir voru í þessu neti sem ráðuneytið kastaði og hversu djúp var sú vinna um það hversu hæfir einstaklingarnir voru?“ Bitastæðar stöður séu ekki á hverju strái innan fagsins. „Ég myndi segja að fólk sé gramt. Þarna er einhver samblanda af því og ákveðnu vonleysi. Þessi staða hefur ekki verið auglýst í rúm tuttugu ár. Þetta er ein stærsta staðan í safnastarfi á Íslandi. Hún er stefnumótandi. Þetta er okkar „seðlabankastjóri“, þetta er okkar „útvarpsstjóri“. Þetta er stór staða og fólk hefur beðið í áraraðir og menntað sig sérstaklega til að eiga möguleika á að fá svona stöðu.“ Á fundinum hyggst Gylfi fara fram á skýr svör. „Réttasta leiðin í þessu væri að draga skipunina til baka og byrja bara upp á nýtt.“ Félag fornleifafræðinga sendi Umboðsmanni Alþingis ábendingu um málið en umboðsmaður tekur ekki mál til umfjöllunar sem þegar eru til skoðunar hjá þinginu og sérstaklega ekki þau sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur til skoðunar. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Fljótlega eftir að nýr þjóðminjavörður var ráðinn án auglýsingar óskaði Félag fornleifafræðinga eftir fundi með ráðherra og ráðuneyti um málið því félagið telur framkvæmd ráðningarinnar ekki hafa verið „í anda laganna“. Í hádeginu á mánudag mun félagið funda með ráðherra. Fréttastofa ræddi við Gylfa Björn Helgason í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við vonum bara að sá fundur verði upplýsandi. Við munum náttúrulega ýta á ráðherrann og reyna að komast að því hvers vegna hún fór í þessa vegferð, að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar.“ Gylfi segir að þau svör sem ráðherra hafi gefið hingað til hafi hvorki verið nægilega góð né skýr. „Hún segir að það hafi farið fram ákveðin vinna innan ráðuneytisins og að út hafi verið kastað ákveðið net og síðan hafi verið valið úr þessu neti hverjir væru bestir til að gegna þessari stöðu. Ég held að fréttir undanfarið sýni að þessi vinna hafi ekki verið neitt sérstaklega vel unnin. Það hefur komið í ljós mikil óánægja með starfshætti þeirrar manneskju sem var ráðin á þeim vinnustað sem hún var á áður. Þannig að maður setur spurningamerki við þetta; hverjir voru í þessu neti sem ráðuneytið kastaði og hversu djúp var sú vinna um það hversu hæfir einstaklingarnir voru?“ Bitastæðar stöður séu ekki á hverju strái innan fagsins. „Ég myndi segja að fólk sé gramt. Þarna er einhver samblanda af því og ákveðnu vonleysi. Þessi staða hefur ekki verið auglýst í rúm tuttugu ár. Þetta er ein stærsta staðan í safnastarfi á Íslandi. Hún er stefnumótandi. Þetta er okkar „seðlabankastjóri“, þetta er okkar „útvarpsstjóri“. Þetta er stór staða og fólk hefur beðið í áraraðir og menntað sig sérstaklega til að eiga möguleika á að fá svona stöðu.“ Á fundinum hyggst Gylfi fara fram á skýr svör. „Réttasta leiðin í þessu væri að draga skipunina til baka og byrja bara upp á nýtt.“ Félag fornleifafræðinga sendi Umboðsmanni Alþingis ábendingu um málið en umboðsmaður tekur ekki mál til umfjöllunar sem þegar eru til skoðunar hjá þinginu og sérstaklega ekki þau sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur til skoðunar.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54
Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40
Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28
Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00