Að minnsta kosti níu látnir í mótmælunum í Íran Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. september 2022 10:52 Dauði hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini hefur vakið mikla reiði í Íran. AP Ekkert lát er á mótmælunum í Íran en mótmælendur kveiktu í lögreglustöðvum og bílum í höfuðborginni og öðrum borgum í dag. Minnst níu eru sagðir hafa látist eftir að mótmælin brutust út um helgina og hefur ríkisstjórnin lokað á samfélagsmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að mótmælendur nái að tala sig saman. Tugir þúsunda hafa haldið út á götur Íran undanfarna daga til að mótmæla dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini sem lést í haldi lögreglu í síðustu viku en hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð. Ríkismiðill Írans greindi frá því í vikunni að mótmælin, sem upprunalega voru í norðvesturhluta landsins þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, hafi náð að dreifa sér til að minnsta kosti þrettán borga, þar á meðal höfuðborgarinnar, Tehran. Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. Brave Muslim women of Iran burning Hijab and claiming freedom pic.twitter.com/O25U2UEhUZ— Kapil Mishra (@KapilMishra_IND) September 22, 2022 Samkvæmt talningu AP fréttaveitunnar hafa að minnsta kosti níu manns látist í óeirðunum en hagsmunasamtök Kúrda segja að minnsta kosti tólf hafa látist. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur en yfirvöld í Íran neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Að því er kemur fram í frétt Reuters virðast mótmælendur nú ráðast á öryggissveitirnar á móti. Myndbönd sem birtust í morgunsárið virðast sýna en mótmælendur kveikja í lögreglustöðvum og bílum, meðal annars í höfuðborginni. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að loka fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram og WhatsApp sem mótmælendur nota til að koma sér saman og skipuleggja frekari mótmæli. Night 5 #Iran protests: A governors home set fire to in #Amol; posters of Islamic Republic leaders & ideologues burned/torn down; police stations on fire in #Mashad; morality police beaten up in #Tehran. If this isn t a revolution, I don t know what is. # _ #Mahsa_Amini pic.twitter.com/WB6G2LeA88— Samira Mohyeddin (@SMohyeddin) September 21, 2022 Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Tugir þúsunda hafa haldið út á götur Íran undanfarna daga til að mótmæla dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Jina Amini sem lést í haldi lögreglu í síðustu viku en hún var handtekinn fyrir að fylgja ekki ströngum reglum klerkastjórnar Írans um klæðaburð. Ríkismiðill Írans greindi frá því í vikunni að mótmælin, sem upprunalega voru í norðvesturhluta landsins þar sem meirihluti íbúa eru Kúrdar, hafi náð að dreifa sér til að minnsta kosti þrettán borga, þar á meðal höfuðborgarinnar, Tehran. Konur hafa meðal annars fjarlægt höfuðklúta sína og kveikt í þeim í mótmælaskyni. Þá hafa mótmælendur hrópað á götum úti og kallað eftir dauða leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei. Brave Muslim women of Iran burning Hijab and claiming freedom pic.twitter.com/O25U2UEhUZ— Kapil Mishra (@KapilMishra_IND) September 22, 2022 Samkvæmt talningu AP fréttaveitunnar hafa að minnsta kosti níu manns látist í óeirðunum en hagsmunasamtök Kúrda segja að minnsta kosti tólf hafa látist. Fregnir hafa borist af því að öryggissveitir hafi skotið á mótmælendur en yfirvöld í Íran neita því alfarið að öryggissveitir hafi orðið mótmælendum að bana. Að því er kemur fram í frétt Reuters virðast mótmælendur nú ráðast á öryggissveitirnar á móti. Myndbönd sem birtust í morgunsárið virðast sýna en mótmælendur kveikja í lögreglustöðvum og bílum, meðal annars í höfuðborginni. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að loka fyrir samfélagsmiðla á borð við Instagram og WhatsApp sem mótmælendur nota til að koma sér saman og skipuleggja frekari mótmæli. Night 5 #Iran protests: A governors home set fire to in #Amol; posters of Islamic Republic leaders & ideologues burned/torn down; police stations on fire in #Mashad; morality police beaten up in #Tehran. If this isn t a revolution, I don t know what is. # _ #Mahsa_Amini pic.twitter.com/WB6G2LeA88— Samira Mohyeddin (@SMohyeddin) September 21, 2022
Íran Mótmælaalda í Íran Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira