Úthverfatófan ekki hættuleg mönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2022 09:09 Tófan er hún sást í Breiðholtinu. Síðan þessi mynd var tekin hefur sést til hennar í Árbænum og í Grafarholti. Anton Magnússon Tófan sem sást á flakki um Breiðholtið fyrr í vikunni hefur sést bæði í Árbænum og Grafarholti síðan þá. Dýraþjónusta Reykjavíkur segir enga ástæðu til að óttast tófuna en varar fólk þó við að reyna að klappa henni. Tófan sást fyrst í Breiðholti á mánudaginn við Stekkjarbakka í Breiðholti. Anton Magnússon, starfsmaður Garðheima við Stekkjarbakka, náði myndbandi af tófunni og sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi náð að klappa henni aðeins áður en hún stakk af. Í gær sást tófan síðan bæði í Árbænum og Grafarholti, sannkölluð úthverfatófa. Hún heimsótti meðal annars nemendur Ártúnsskóla og gæddi sér á túnfiskssamloku eins nemanda sem hafði gleymt henni á steini á skólalóðinni. Refurinn nældi sér í túnfiskssamloku nemanda Ártúnsskóla.Ártúnsskóli Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu í gær á Facebook-síðu sinni um tófuna og segja hana ekki vera hættulega mönnum eða köttum. Refir forðast menn og kettir eru sneggri en refir. Þá geta refir ekki klifrað upp í tré annað en kettirnir. Hvar tófan hélt sig áður en hún fór í borgarferð sína er ekki vitað, þó er staðfest að hún kemur ekki úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Talsvert er um refi í umhverfi borgarinnar, til dæmis í Heiðmörk. Dýraþjónustan vekur athygli á því að mögulega hafi tófan verið í haldi manna áður þar sem þær eru venjulega afar styggar og forðast fólk. Því er ólíklegt að vilt tófa sé jafn ljúf við fólk eins og umrædd tófa var þegar starfsmaður Garðheima nálgaðist hana. Þeir sem verða varir við tófuna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Dýraþjónustuna. Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tófan sást fyrst í Breiðholti á mánudaginn við Stekkjarbakka í Breiðholti. Anton Magnússon, starfsmaður Garðheima við Stekkjarbakka, náði myndbandi af tófunni og sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi náð að klappa henni aðeins áður en hún stakk af. Í gær sást tófan síðan bæði í Árbænum og Grafarholti, sannkölluð úthverfatófa. Hún heimsótti meðal annars nemendur Ártúnsskóla og gæddi sér á túnfiskssamloku eins nemanda sem hafði gleymt henni á steini á skólalóðinni. Refurinn nældi sér í túnfiskssamloku nemanda Ártúnsskóla.Ártúnsskóli Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu í gær á Facebook-síðu sinni um tófuna og segja hana ekki vera hættulega mönnum eða köttum. Refir forðast menn og kettir eru sneggri en refir. Þá geta refir ekki klifrað upp í tré annað en kettirnir. Hvar tófan hélt sig áður en hún fór í borgarferð sína er ekki vitað, þó er staðfest að hún kemur ekki úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Talsvert er um refi í umhverfi borgarinnar, til dæmis í Heiðmörk. Dýraþjónustan vekur athygli á því að mögulega hafi tófan verið í haldi manna áður þar sem þær eru venjulega afar styggar og forðast fólk. Því er ólíklegt að vilt tófa sé jafn ljúf við fólk eins og umrædd tófa var þegar starfsmaður Garðheima nálgaðist hana. Þeir sem verða varir við tófuna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Dýraþjónustuna.
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23