Úthverfatófan ekki hættuleg mönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2022 09:09 Tófan er hún sást í Breiðholtinu. Síðan þessi mynd var tekin hefur sést til hennar í Árbænum og í Grafarholti. Anton Magnússon Tófan sem sást á flakki um Breiðholtið fyrr í vikunni hefur sést bæði í Árbænum og Grafarholti síðan þá. Dýraþjónusta Reykjavíkur segir enga ástæðu til að óttast tófuna en varar fólk þó við að reyna að klappa henni. Tófan sást fyrst í Breiðholti á mánudaginn við Stekkjarbakka í Breiðholti. Anton Magnússon, starfsmaður Garðheima við Stekkjarbakka, náði myndbandi af tófunni og sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi náð að klappa henni aðeins áður en hún stakk af. Í gær sást tófan síðan bæði í Árbænum og Grafarholti, sannkölluð úthverfatófa. Hún heimsótti meðal annars nemendur Ártúnsskóla og gæddi sér á túnfiskssamloku eins nemanda sem hafði gleymt henni á steini á skólalóðinni. Refurinn nældi sér í túnfiskssamloku nemanda Ártúnsskóla.Ártúnsskóli Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu í gær á Facebook-síðu sinni um tófuna og segja hana ekki vera hættulega mönnum eða köttum. Refir forðast menn og kettir eru sneggri en refir. Þá geta refir ekki klifrað upp í tré annað en kettirnir. Hvar tófan hélt sig áður en hún fór í borgarferð sína er ekki vitað, þó er staðfest að hún kemur ekki úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Talsvert er um refi í umhverfi borgarinnar, til dæmis í Heiðmörk. Dýraþjónustan vekur athygli á því að mögulega hafi tófan verið í haldi manna áður þar sem þær eru venjulega afar styggar og forðast fólk. Því er ólíklegt að vilt tófa sé jafn ljúf við fólk eins og umrædd tófa var þegar starfsmaður Garðheima nálgaðist hana. Þeir sem verða varir við tófuna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Dýraþjónustuna. Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Tófan sást fyrst í Breiðholti á mánudaginn við Stekkjarbakka í Breiðholti. Anton Magnússon, starfsmaður Garðheima við Stekkjarbakka, náði myndbandi af tófunni og sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi náð að klappa henni aðeins áður en hún stakk af. Í gær sást tófan síðan bæði í Árbænum og Grafarholti, sannkölluð úthverfatófa. Hún heimsótti meðal annars nemendur Ártúnsskóla og gæddi sér á túnfiskssamloku eins nemanda sem hafði gleymt henni á steini á skólalóðinni. Refurinn nældi sér í túnfiskssamloku nemanda Ártúnsskóla.Ártúnsskóli Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu í gær á Facebook-síðu sinni um tófuna og segja hana ekki vera hættulega mönnum eða köttum. Refir forðast menn og kettir eru sneggri en refir. Þá geta refir ekki klifrað upp í tré annað en kettirnir. Hvar tófan hélt sig áður en hún fór í borgarferð sína er ekki vitað, þó er staðfest að hún kemur ekki úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Talsvert er um refi í umhverfi borgarinnar, til dæmis í Heiðmörk. Dýraþjónustan vekur athygli á því að mögulega hafi tófan verið í haldi manna áður þar sem þær eru venjulega afar styggar og forðast fólk. Því er ólíklegt að vilt tófa sé jafn ljúf við fólk eins og umrædd tófa var þegar starfsmaður Garðheima nálgaðist hana. Þeir sem verða varir við tófuna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Dýraþjónustuna.
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23