Innlent

Refur spókaði sig um við Stekkjar­bakka í Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Refurinn þefar í einhverju í runna við Reykjanesbraut. Smiðjuhverfi í Kópavogi er þarna í baksýn.
Refurinn þefar í einhverju í runna við Reykjanesbraut. Smiðjuhverfi í Kópavogi er þarna í baksýn. Aðsend/Anton Magnússon

Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima.

Anton Magnússon, starfsmaður í Garðheimum við Stekkjarbakka, segist hafa séð refinn þegar hann hafi verið að keyra Stekkjarbakkann í norðurátt. „Þá hleypur refurinn yfir hringtorg sem þar er, í áttina frá Elliðaárdal og að bílasölunni 100 bílum. „Ég sný þá við og elti hann aðeins. Ég sá að refurinn leit aðeins inn á bílasöluna og hélt svo áfram inn í runna ekki langt frá Reykjanesbrautinni.“

Anton segir að refurinn hafi þefað af einhverju í runnanum og hafi hann verið nokkuð gæfur. „Ég rétti honum hendina og hann nálgast mig, hvæsir en slakar svo á og þefar af hendinni á mér. Ég næ svo aðeins að klappa honum.“

Anton segir að refurinn hafi svo haldið í átt að Reykjanesbrautinni en síðar hafi sést til refsins í garðinum við Garðheima.

Aðsend/Anton Magnússon

Aðsend/Anton Magnússon

Aðsend/Anton Magnússon


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×