Innlent

Út­hver­fatófan ekki hættu­­leg mönnum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tófan er hún sást í Breiðholtinu. Síðan þessi mynd var tekin hefur sést til hennar í Árbænum og í Grafarholti.
Tófan er hún sást í Breiðholtinu. Síðan þessi mynd var tekin hefur sést til hennar í Árbænum og í Grafarholti. Anton Magnússon

Tófan sem sást á flakki um Breiðholtið fyrr í vikunni hefur sést bæði í Árbænum og Grafarholti síðan þá. Dýraþjónusta Reykjavíkur segir enga ástæðu til að óttast tófuna en varar fólk þó við að reyna að klappa henni.

Tófan sást fyrst í Breiðholti á mánudaginn við Stekkjarbakka í Breiðholti. Anton Magnússon, starfsmaður Garðheima við Stekkjarbakka, náði myndbandi af tófunni og sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi náð að klappa henni aðeins áður en hún stakk af.

Í gær sást tófan síðan bæði í Árbænum og Grafarholti, sannkölluð úthverfatófa. Hún heimsótti meðal annars nemendur Ártúnsskóla og gæddi sér á túnfiskssamloku eins nemanda sem hafði gleymt henni á steini á skólalóðinni.

Refurinn nældi sér í túnfiskssamloku nemanda Ártúnsskóla.Ártúnsskóli

Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu í gær á Facebook-síðu sinni um tófuna og segja hana ekki vera hættulega mönnum eða köttum. Refir forðast menn og kettir eru sneggri en refir. Þá geta refir ekki klifrað upp í tré annað en kettirnir.

Hvar tófan hélt sig áður en hún fór í borgarferð sína er ekki vitað, þó er staðfest að hún kemur ekki úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Talsvert er um refi í umhverfi borgarinnar, til dæmis í Heiðmörk.

Dýraþjónustan vekur athygli á því að mögulega hafi tófan verið í haldi manna áður þar sem þær eru venjulega afar styggar og forðast fólk. Því er ólíklegt að vilt tófa sé jafn ljúf við fólk eins og umrædd tófa var þegar starfsmaður Garðheima nálgaðist hana.

Þeir sem verða varir við tófuna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Dýraþjónustuna.


Tengdar fréttir

Refur spókaði sig um við Stekkjar­bakka í Reykjavík

Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×