„Hvernig brýtur maður hnéskel?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 12:31 Aminata Diallo hefur verið ákærð vegna árásar á Kheira Hamraoui sem sýndi ljóta áverka eftir árásina. Getty/@kheirahamraoui Franska blaðið Le Parisien hefur birt hálfótrúlegar upplýsingar úr lögregluskýrslu sem renna stoðum undir það að knattspyrnukonan Aminata Diallo hafi skipulagt árásina á liðsfélaga sinn í PSG, Kheiru Hamraoui, til að losna við samkeppni um stöðu í liðinu. Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Því mun meðal annars haldið fram í skýrslu lögreglu að fyrir árásina hafi Diallo sett inn í Google leitarorðin „Hvernig brýtur maður hnéskel?“, og einnig lesið sér til um „hættulega lyfjakokteila“. Grímuklæddir menn með járnrör réðust á Hamraoui í nóvember á síðasta ári. Hún hafði fengið far heim með Diallo eftir liðskvöldverð en mennirnir stöðvuðu bílinn, drógu Hamraoui út og lúskruðu á henni. Hamraoui birti myndir af áverkunum eftir árásina og sagði síðar frá því að hún hefði haldið að þessi stund yrði sín síðasta. „Ég reyndi að verja mig eins og ég gat. Þetta eru mjög sárar minningar,“ sagði Hamraoui. Diallo var handtekin skömmu eftir árásina en svo sleppt og hefur hún alltaf haldið fram sakleysi sínu. Hún var hins vegar aftur handtekin síðastliðinn föstudag og hefur nú verið ákærð fyrir grófa líkamsárás. Fjórir menn voru einnig handteknir og einn þeirra mun hafa viðurkennt fyrir lögreglu að þeir hafi fengið 500 evrur fyrir árásina. Í skýrslu lögreglunnar í Versölum sem Le Parisien vitnar til segir meðal annars að hæg, sálfræðileg afturför hafi orðið að eins konar sjúkleika hjá Diallo. Hún hafi farið að sjá Hamraoui sem hindrun á eigin íþróttaferli. Óskaði liðsfélögum sínum skaða Í skilaboðum sem fundust í síma Diallo sést að hún sendi tengiliðnum „Jaja“ skilaboð um að hún óskaði öllum liðsfélögum sínum skaða og að hún þyrfti bara á ættingjum sínum að halda. „Ef að ég væri vond, afbrýðisöm og klók eins og hún þá [myndi ég segja ættingja] að eyðileggja hana,“ sagði einnig í einum skilaboðum. Diallo var orðin samningslaus hjá PSG og Hamraoui hefur heldur ekki spilað með liðinu í upphafi leiktíðar. Félagið hefur hins vegar styrkt sig með öflugum leikmönnum, meðal annars Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem keypt var frá Brann.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira