Rússar vilja að landsliðsþjálfari Úkraínu fái lífstíðarbann frá fótbolta Atli Arason skrifar 19. september 2022 23:00 Oleksandr Petrakov er landsliðsþjálfari Úkraínu í fótbolta. Getty Images Rússar hafa sent erindi til UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, þar sem þeir hvetja sambandið til að setja Oleksandr Petrakov, landsliðsþjálfara Úkraínu, í bann frá knattspyrnu. Knattspyrnusamband Rússlands heldur því fram að Petrakov hafi brotið gegn reglum UEFA þegar hann bað um að Rússar myndu fá bann frá fótbolta fyrir innrás sína í Úkraínu ásamt því að segjast sjálfur ætla að grípa til vopna til að verja þjóð sína fyrir innrás Rússa. „Ef þeir koma til Kyiv þá mun ég ná í mín vopn og verja mína borg. Ég er 64 ára gamall en mér finnst það samt eðililegt. Vonandi gæti ég tekið tvo eða þrjá óvini með mér,“ sagði Petrakov í apríl. Petrakov fékk hins vegar ekki að taka þátt í hernaðarstöfum sökum aldurs. Nýlega lét Petrakov svo hafa eftir sér að banna ætti alla rússneska íþróttamenn frá íþróttum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það virðist vera kornið sem fyllti mælin hjá Rússum sem telja ummælin brjóta gegn reglum UEFA. „Yfirlýsing landsliðsþjálfa Úkraínu, Oleksander Petrakov, er sett fram í tengslum við pólitískan ágreining milli tveggja þjóða, Rússlands og Úkraínu. Skilaboðin eru af pólitísku eðli sem brýtur gegn grundvallarreglum sambandsins og geta með engu móti talist hlutdræg,“ er skrifað í kvörtun Rússa sem krefjast lífstíðarbanns. Þar er þó engu orði minnst á innrás Rússa í Úkraínu. Talsmaður Úkraínska knattspyrnusambandsins, UAF, vísar þessum kvörtunum Rússa á bug. „Þegar ráðist var inn í landið hans af ófreskjum, þá var Petrakov tilbúinn að verja landið sitt, konur og börn. Hann var þó ekki samþykktur inn í herin vegna skorts á reynslu en gjörðir hans sýna þó kjark og föðurlandsást,“ sagði talsmaður UAF áður en bætt var við. „Hvernig er hægt að tala um mismunin í sambandi við þjóð sem markvíst ræðst inn í annað land til að framkvæma fjöldamorð.“ Rússneskt félagslið og landslið mega ekki keppa í keppnum á vegum FIFA eða UEFA en bannið nær ekki yfir einstaka leikmenn sem mega spila áfram en þó ekki með rússnesku liði. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Knattspyrnusamband Rússlands heldur því fram að Petrakov hafi brotið gegn reglum UEFA þegar hann bað um að Rússar myndu fá bann frá fótbolta fyrir innrás sína í Úkraínu ásamt því að segjast sjálfur ætla að grípa til vopna til að verja þjóð sína fyrir innrás Rússa. „Ef þeir koma til Kyiv þá mun ég ná í mín vopn og verja mína borg. Ég er 64 ára gamall en mér finnst það samt eðililegt. Vonandi gæti ég tekið tvo eða þrjá óvini með mér,“ sagði Petrakov í apríl. Petrakov fékk hins vegar ekki að taka þátt í hernaðarstöfum sökum aldurs. Nýlega lét Petrakov svo hafa eftir sér að banna ætti alla rússneska íþróttamenn frá íþróttum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Það virðist vera kornið sem fyllti mælin hjá Rússum sem telja ummælin brjóta gegn reglum UEFA. „Yfirlýsing landsliðsþjálfa Úkraínu, Oleksander Petrakov, er sett fram í tengslum við pólitískan ágreining milli tveggja þjóða, Rússlands og Úkraínu. Skilaboðin eru af pólitísku eðli sem brýtur gegn grundvallarreglum sambandsins og geta með engu móti talist hlutdræg,“ er skrifað í kvörtun Rússa sem krefjast lífstíðarbanns. Þar er þó engu orði minnst á innrás Rússa í Úkraínu. Talsmaður Úkraínska knattspyrnusambandsins, UAF, vísar þessum kvörtunum Rússa á bug. „Þegar ráðist var inn í landið hans af ófreskjum, þá var Petrakov tilbúinn að verja landið sitt, konur og börn. Hann var þó ekki samþykktur inn í herin vegna skorts á reynslu en gjörðir hans sýna þó kjark og föðurlandsást,“ sagði talsmaður UAF áður en bætt var við. „Hvernig er hægt að tala um mismunin í sambandi við þjóð sem markvíst ræðst inn í annað land til að framkvæma fjöldamorð.“ Rússneskt félagslið og landslið mega ekki keppa í keppnum á vegum FIFA eða UEFA en bannið nær ekki yfir einstaka leikmenn sem mega spila áfram en þó ekki með rússnesku liði.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira