Segjast alveg ráða við „íslensku“ launin hans Heimis Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 09:01 Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum næstu fjögur árin og stefnan er sett á HM 2026. JFF/GETTY Þrátt fyrir að knattspyrnusamband Jamaíku hafi átt í fjárhagserfiðleikum á síðustu árum þá segir fjármálastjóri sambandsins það alveg ráða við að sækja erlent þjálfarateymi. Laun Heimis Hallgrímssonar verði ekki vandamál. Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Sjá meira
Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Sjá meira