Íslenski boltinn

Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik og Víkingur sitja í efstu tveimur sætum Bestu-deildarinnar.
Breiðablik og Víkingur sitja í efstu tveimur sætum Bestu-deildarinnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla.

Eins og áhugafólk um íslenska knattspyrnu veit verður deildinni nú skipt upp í efri og neðri hluta. Efstu sex liðin munu leika innbyrðis og neðstu sex munu leika innbyrðis.

Þá má einnig minna á það að liðin í efri hlutanum geta aldrei lent neðar en sjötta sæti og liðin í neðri hlutanum geta aldrei lent ofar en sjöunda sæti, þrátt fyrir að efstu lið neðri hlutans endi mögulega með fleiri stig en neðstu lið efri hlutans.

Efstu lið hvors hluta fyrir sig mæta neðstu liðum þess hluta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Á sama tíma mætir liðið sem situr í öðru sæti hlutans liðinu sem situr í fjórða sæti hlutans og liðið sem situr í þriðja sæti hlutans mætir liðinu sem situr í fimmta sæti hlutans.

Spiluð verður einföld umferð þar sem allir mæta öllum einu sinni. Að fimm umferðum loknum kemur svo í ljós hvaða lið verður Íslandsmeistari og hvaða tvö lið falla.

Leikjaniðurröðun

Efri hluti

1. umferð (2. októ­ber)

Breiðablik - Stjarn­an

Vík­ing­ur - Val­ur

KA - KR

2. umferð (8.-9. októ­ber)

Stjarn­an - Vík­ing­ur

KR - Val­ur

KA - Breiðablik

3. umferð (15.-16. októ­ber)

Breiðablik - KR

Vík­ing­ur - KA

Val­ur - Stjarn­an

4. umferð (23. októ­ber)

Val­ur - Breiðablik

Stjarn­an - KA

Vík­ing­ur - KR

5. umferð (29. októ­ber)

Breiðablik - Vík­ing­ur

KA - Val­ur

KR - Stjarn­an

Neðri hluti

1. umferð (2. októ­ber)

Fram - Leikn­ir R.

Kefla­vík - ÍA

ÍBV - FH

2. umferð (9. októ­ber)

ÍA - Fram

FH - Leikn­ir R.

ÍBV - Kefla­vík

3. umferð (16. októ­ber)

Leikn­ir R. - ÍA

Fram - ÍBV

Kefla­vík - FH

4. umferð (22. októ­ber)

Leikn­ir R. - Kefla­vík

Fram - FH

ÍA - ÍBV

5. umferð (29. októ­ber)

Kefla­vík - Fram

ÍBV - Leikn­ir R

FH - ÍA

Að lokum er þó rétt að taka fram að leikir Víkings og FH þann 2. október frestast þar sem liðin mætast í úrslitum Mjólkubikarsins deginum áður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.