Bryndís býður sig fram á landsfundi Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 14:57 Bryndís Haraldsdóttir vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. „Ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins og fer kosning fram á Landsfundi flokksins þann 4. nóvember. Ég tel að reynsla mín af vettvangi sveitastjórna og þings nýtist vel í þessu mikilvæga embætti,“ segir Bryndís í framboðstilkynningu á Facebook. Bryndís hefur setið á þingi síðan 2016, er formaður allsherjar og menntamálanefndar og situr í fjárlaganefnd. Áður hefur hún setið í efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og verið varaforseti þings. „Í þingstörfunum hefur dýrmæt reynsla mín úr sveitarstjórn nýst vel,“ segir Bryndís. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Bryndís er fyrst til að tilkynna um framboð til embættis ritara en því hefur verið velt upp að konur muni slást um embættið í nóvember. Þegar ljóst var að ritarastaðan væri laus voru þær Áslaug Hulda Jónsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður bæjarráðs, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir auk Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa nefndar á nafn sem mögulegir frambjóðendur. Síðan þá hefur þó mikið vatn runnið til sjávar. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
„Ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins og fer kosning fram á Landsfundi flokksins þann 4. nóvember. Ég tel að reynsla mín af vettvangi sveitastjórna og þings nýtist vel í þessu mikilvæga embætti,“ segir Bryndís í framboðstilkynningu á Facebook. Bryndís hefur setið á þingi síðan 2016, er formaður allsherjar og menntamálanefndar og situr í fjárlaganefnd. Áður hefur hún setið í efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og verið varaforseti þings. „Í þingstörfunum hefur dýrmæt reynsla mín úr sveitarstjórn nýst vel,“ segir Bryndís. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Bryndís er fyrst til að tilkynna um framboð til embættis ritara en því hefur verið velt upp að konur muni slást um embættið í nóvember. Þegar ljóst var að ritarastaðan væri laus voru þær Áslaug Hulda Jónsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður bæjarráðs, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir auk Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa nefndar á nafn sem mögulegir frambjóðendur. Síðan þá hefur þó mikið vatn runnið til sjávar.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira