Fótbolti

Amanda og Emelía á skotskónum | Rosengård á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Amanda Andradóttir skoraði fyrir Kristanstad í kvöld.
Amanda Andradóttir skoraði fyrir Kristanstad í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Íslendingaliðin Kristianstad og Rosengård unnu bæði sína leiki í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og eru því áfram í efstu tveimur sætum deildarinnar. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir voru á skotskónum hjá Kristianstad.

Amanda kom Kristianstad yfir eftir aðeins tólf mínútna leik er Íslendingaliðið fékk Hammarby í heimsókn. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks kom Emelía inn af varamannabekknum en hún átti eftir að setja mark sitt á leikinn í síðari hálfleik.

Tabby Tindell kom Kristianstad tveimur mörkum yfir snemma í síðari hálfleiks og hún lagði svo upp þriðja mark liðsins sem Emelía skoraði. Emelía var svo tekin af velli áður en Hammarby minnkaði muninn í blálokin á meðan Amanda spilaði allan leikinn.

Lokatölur 3-1 og lið Elísabetar Gunnarsdóttur heldur enn í vonina um að skáka Guðrúnu Arnarsdóttur og stöllum hennar í meistaraliði Rosengård. Meistararnir lentu í kröppum dansi gegn Kalmar í kvöld en gestirnir komust tvívegis yfir í fyrri hálfleik en alltaf kom Rosengård til baka og staðan jöfn 2-2 í hálfleik.

Í síðari hálfleik skoraði heimaliðið fjögur mörk og vann á endanum öruggan 6-2 sigur. Guðrún lék allan leikinn í miðri vörninni. Með sigrinum helst munurinn á toppinum enn þrjú stig en Rosengård er með 48 stig þegar sex umferðir eru eftir á meðan Kristianstad er með 45 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×