Innlent

Eldur kviknaði í vinnu­vél í ál­verinu í Straums­vík

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Eldur kviknaði í vinnuvél í álverinu í Straumsvík.
Eldur kviknaði í vinnuvél í álverinu í Straumsvík. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til fyrr í kvöld vegna elds í vinnuvél innandyra í álverinu í Straumsvík.

Allur mannafli slökkviliðsins var sendur á staðinn en það voru fjórir dælubílar, körfubíll og sjúkrabílar. Engan sakaði.

„Þegar okkar menn komu á staðinn þá var töluverður reykur en ekkert mikill eldur í raun og veru,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir slökkvilið frá tveimur stöðvum hafa mætt á staðinn.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðaði slökkvilið álversins við slökkvistörf. Verið var að klára að slökkva í glæðum um klukkan 19:00 en tilkynningin kom til slökkviliðsins klukkan 18:13. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×