Upplýsingum af lokuðum fundi lekið í opinn hóp á Facebook Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 14:56 Hjördís Ýr Johnson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs Kópavogs um heimildir nefndarmanna til þess að fara með upplýsingar sem fram koma á lokuðum fundum nefnda og ráða. Hún segir orð hennar hafa orðið að umfjöllunarefni á Facebook og að þau hafi verið algjörlega slitin úr samhengi. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar. Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, lagði í morgun fram fyrirspurn á fundi bæjarráðs þar sem hún óskaði eftir nánari skilgreiningu á þeim trúnaði sem á að ríkja á lokuðum fundum nefnda og ráða sem og vinnufundum kjörinna fulltrúa. „Umræða sem fram fór á lokuðum vinnufundi varð að umfjöllunarefni í opnum hópi á Facebook þar sem orð mín voru algjörlega slitin úr samhengi og einfaldlega farið með ósannindi,“ segir í bókun málsins sem send var áfram til bæjarlögmanns. Snúið út úr orðum hennar Í samtali við fréttastofu segir Hjördís að umræddur fundur hafi verið með meðlimum bæjarstjórnar og ráðsmönnum skipulagsráðs en fundurinn snerist um skipulagsmál. Ummæli hennar frá fundinum birtust stuttu seinna á opnum Facebook-hóp um skipulag Hamraborgar. Hjördís segir að þar hafi verið snúið út úr orðum hennar og að henni hafi verið afar brugðið við að sjá þetta. „Þetta eru ný vinnubrögð þetta er eitthvað sem ég hef aldrei lent áður í á mínum pólitískum ferli. Það hefur alltaf verið passað upp á þegar við erum að vinna svona saman að við getum treyst á og virt þennan trúnað. . Það er oft verið að fara með alls konar viðkvæm mál sem við erum að vinna með og eru ekki orðin opinber strax,“ segir Hjördís. Það væri erfitt að hennar mati að vinna í svona starfi ef ekki er hægt að treysta kollegum sínum til að gæta trúnaðar um mál sem rædd eru á lokuðum fundum. Grafalvarlegt mál „Það á ekki að vitna í hvað einstaka menn segja, hvað þá á svona lokuðum fundum. Þetta er grafalvarlegt mál og skiptir máli upp á framhaldið. Nú erum við að fara í fjárhagsáætlunargerð og á fjölda vinnufunda. Það er svo mikilvægt að við vitum það og treystum því að við getum rætt í trúnaði,“ segir Hjördís. Eins og kom fram fyrr í greininni hefur bókun vegna málsins verið komið til bæjarlögmanns sem sér um að svara fyrirspurn Hjördísar.
Kópavogur Samfélagsmiðlar Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira