618 börn bíða eftir sálfræðiþjónustu hjá HH Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. september 2022 13:27 Umboðsmaður barna heldur utan um tölur yfir fjölda barna sem bíða eftir nauðsynlegri þjónustu, líkt og sálfræðiþjónustu. Vísir/Vilhelm Þessa stundina bíða 618 börn eftir sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Umboðsmaður barna hefur ráðist í um bið barna eftir nauðsynlegri þjónustu. Ráðist var í sams konar samantekt í árslok 2021 og síðan voru nýjustu upplýsingar birtar í gær frá sömu aðilum en auk þeirra voru birtar upplýsingar frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóla barnaspítalans og þjónustu talmeinafræðinga. Af þeim 618 börnum á höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir sálfræðiþjónustu þá hefur rúmur helmingur beðið í meira en 180 daga. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. „Þetta er auðvitað ansi löng og mikil bið því þetta er auðvitað fyrsta stigs þjónusta og mikilvægt að börn sem finna þörf á að leita til sálfræðings geti nálgast slíka þjónustu sem allra fyrst.“ Þegar bornar eru saman upplýsingar frá nýjustu upplýsingaöflun annars vegar og upplýsingum frá lok árs 2021 hins vegar sést að meðalbiðtími eftir þjónustu á göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH hefur styst. 67 börn bíða nú eftir því að komast inná göngudeildina en þar af hafa 39 beðið í meira en þrjá mánuði. Alls bíða nú 42 börn eftir því að komast að hjá Transteymi BUGL og hafa 30 þeirra beðið í meira en þrjá mánuði. Nú bíða tólf börn eftir því að komast að hjá átröskunarteyminu. Þrátt fyrir að þetta séu langir biðlistar þá hefur staðan skánað síðan hún var sem verst í lok síðasta árs í kórónuveirufaraldrinum. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að sjá það. Það er auðvitað tilgangurinn með upplýsingaöfluninni að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast; hvort við séum á réttri leið eða hvort biðin sé að lengjast.“ Salvör segir að snemmtæk íhlutun sé börnum fyrir bestu. „Á meðan börnin bíða þá eykst vandinn þannig að og þess vegna er þetta svo gríðarlega mikilvægt að við getum boðið upp á þá þjónustu sem þau þurfa þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör Nordal. Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Heilsugæsla Tengdar fréttir Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Af þeim 618 börnum á höfuðborgarsvæðinu sem bíða eftir sálfræðiþjónustu þá hefur rúmur helmingur beðið í meira en 180 daga. Salvör Nordal er umboðsmaður barna. „Þetta er auðvitað ansi löng og mikil bið því þetta er auðvitað fyrsta stigs þjónusta og mikilvægt að börn sem finna þörf á að leita til sálfræðings geti nálgast slíka þjónustu sem allra fyrst.“ Þegar bornar eru saman upplýsingar frá nýjustu upplýsingaöflun annars vegar og upplýsingum frá lok árs 2021 hins vegar sést að meðalbiðtími eftir þjónustu á göngudeild, transteymi og átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeildar LSH hefur styst. 67 börn bíða nú eftir því að komast inná göngudeildina en þar af hafa 39 beðið í meira en þrjá mánuði. Alls bíða nú 42 börn eftir því að komast að hjá Transteymi BUGL og hafa 30 þeirra beðið í meira en þrjá mánuði. Nú bíða tólf börn eftir því að komast að hjá átröskunarteyminu. Þrátt fyrir að þetta séu langir biðlistar þá hefur staðan skánað síðan hún var sem verst í lok síðasta árs í kórónuveirufaraldrinum. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt að sjá það. Það er auðvitað tilgangurinn með upplýsingaöfluninni að sjá hvernig hlutirnir eru að þróast; hvort við séum á réttri leið eða hvort biðin sé að lengjast.“ Salvör segir að snemmtæk íhlutun sé börnum fyrir bestu. „Á meðan börnin bíða þá eykst vandinn þannig að og þess vegna er þetta svo gríðarlega mikilvægt að við getum boðið upp á þá þjónustu sem þau þurfa þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör Nordal.
Börn og uppeldi Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Heilsugæsla Tengdar fréttir Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Umboðsmaður safnar og birtir upplýsingar um biðtíma barna eftir þjónustu Eins og stendur bíða 738 börn á aldrinum 6 til 18 ára eftir greiningu hjá Þroska- og hegðunarmiðstöð. Meðal biðtími eru 12 til 14 mánuðir en 544 börn hafa beðið lengur en þrjá mánuði eftir þjónustu. 14. febrúar 2022 10:15