Innlent

Vilja leggja hjóla­stíg milli Hellu og Hvolsvallar

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Áætlað er að stígurinn yrði 12,6 kílómetra langur. Myndin er af Hvolsvelli.
Áætlað er að stígurinn yrði 12,6 kílómetra langur. Myndin er af Hvolsvelli. VÍSIR/VILHELM

Sveitarstjórn Rangárþings ytra kannar nú möguleikann á því að leggja göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Leiðin er rúmur tólf og hálfur kílómetri og áætlað er að verkið muni kosta 587 milljónir króna.

Til stendur að leggja rafstreng milli Hellu og Hvolsvallar og kannar nú sveitarstjórnin hvort hægt sé að slá tvær flugur í einu höggi, með því að koma hjólastíg upp í leiðinni. Verkefnið er unnið í samvinnu við nágrannasveitarfélagið Rangárþing eystra.

Fram kemur í fundargerð sveitarstjórnarinnar að Vegagerðin hyggist styrkja verkefnið, að minnsta kosti um tvö hundruð milljónir - hundrað árið 2025 og aðrar hundrað árið 2026. Skilyrði fyrir styrknum er að sveitarfélag borgi helming á móti Vegagerðinni í framkvæmdunum.

Nú þurfa nefndarmenn sveitarstjórna að taka afstöðu til þess hvort halda skuli áfram með verkefnið; kanna samninga um afnot eða kaup á landi, setja hönnun á hjólastíg í gang og koma verkinu í framkvæmd. Búið er að kynna verkefnið óformlega fyrir flestum landeigendum á leiðinni en líkur eru á að kaupa þurfi eitthvað land, sem stígurinn kæmi til með að liggja yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×