Innlent

Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Ein sprengja var sprengd við FSU á dögunum.
Ein sprengja var sprengd við FSU á dögunum. Skjáskot

Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu.

Í vikunni tóku Lögreglunni á Suðurlandi að berast tilkynningar um að börn og ungmenni á Suðurlandi væru að útbúa sprengjur og fikta með þær. Myndböndum af sprengingum hefur verið deilt á samfélagsmiðlum.

„Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.

Þá myndast gastegundir við sprenginguna sem geta skaðað lungu. Í gær voru sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra kallaðir til að eyða svona sprengju.

„Við vorum með leifar af svona sprengju sem að slökkviliðið var búið að tryggja og síðan þurfti bara að farga því.“

Oddur segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar af athæfi sem þessu. Efnin sem notuð eru til að gera umræddar sprengjur fást í matvöruverslunum og hafa verslanir í bænum haft afskipti af börnum sem eru að koma og kaupa efni í sprengjurnar.

Sprengjunum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á Selfossi meðal annars við skóla og á almenningssvæðum.Vísir/Egill

Í nokkrum tilvikum hefur náðst að finna út hvaða ungmenni voru að verki en í þeim tilvikum hefur verið rætt við þau í samráði við verið við þau í samstarfi við barnavernd.

„Eitt sem er vinsælt í þessum það er að taka myndbönd af athæfinu og við lifum í þessum TikTokheimi og menn eru að skapa sér einhverja stöðu þar og það þýðir þá líka að við sjáum það og getum þá gripið inn í. Það er ágætt ef að menn senda mynd af sér að brjóta af sér.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.