Eldgosið í Fagradalsfjalli frábrugðið öðrum eldgosum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 20:37 Eldgosinu í Fagradalsfjalli í Geldingadölum lauk formlega hinn 18. desember 2021. Vísir/Vilhelm Vísindamenn segja undanfara eldgossins í Fagradalsfjalli hafa verið ólíkan undanförum annarra eldgosa í heiminum. Fyrir gosið dró úr skjálftavirkni, en algengara er að jarðskjálftavirkni aukist fyrir gos, þegar kvika þrýstir sér upp á yfirborðið. Þeir segja niðurstaða rannsóknar um eldgosið í Fagradalsfjalli mikilvæga fyrir alþjóðasamfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira