Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Við fylgjumst með setningu Alþingis í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Starf Flokks fólksins á Akureyri virðist í algjöru uppnámi eftir að þrjár konur, sem sátu ofarlega á lista flokksins fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, sökuðu karla í forystu flokksins um andlegt ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við verðum í beinni útsendingu frá skrifstofum Flokks fólksins þar sem fundur vegna málsins hófst núna klukkan sex.

Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum sem voru fyllt af reyk. Við sjáum myndir frá æfingunni í kvöldfréttum.

Þá verður rætt við formann VR sem íhugar framboð til forseta ASÍ, við kíkjum á skóflustungu að nýjum höfuðstöðvum Icelandair og verðum í beinni útsendingu frá svokallaðri sveppagöngu í Elliðaárdalnum – þar sem gestir og gangandi voru fræddir um sveppi sem finnast í náttúrunni.

Að loknum kvöldfréttum er svo þéttur íþróttapakki og við fáum síðan þær Bjarkey Olsen, formann fjárlaganefndar Alþingis og Kristrúnu Frostadóttur, fulltrúa Samfylkingar í fjárlaganefnd í settið í Íslandi í dag til þess að fara yfir nýkynnt fjárlög.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Kvöldfréttirnar má hlusta á í beinni útsendingu hér að ofan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×