Forsetinn telur bagalegt að Siri skilji ekki íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2022 19:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Agnes Sigurðardóttir biskub Íslands fóru fremst í göngu þingheims og annarra gesta til messu í Dómkirkjunni. Á bakvið þau má sjá leiðtoga stjórnarflokkanna þar sem forsætisráðherra gægist milli forseta og biskubs. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands gerði stöðu íslenskunnar og fortíðarþrá meðal annars að umtalsefni þegar hann setti Alþingi í dag. Tryggja þyrfti stöðu tungumálsins í stafrænum heimi og sýna þeim sem hingað flyttu og vildu læra íslensku umburðarlyndi. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag: Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var aðeins of sein til kirkju en missti þó af engu.Vísir/Vilhelm Að venju hófst setning Alþingis með guðsþjónustu í Dómkirkjunni sem flestir þingmanna sóttu ásamt öðrum gestum. Að guðsþjónustu lokinni var gengið yfir í alþingishúsið þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setti þingið. „Sterkt þing staðnar ekki, festist ekki í viðjum vanans. Eða eru breytingar kannski til óþurftar? Fortíðarþrár gætir stundum í huga fólks,“ sagði forsetinn. Hann minnti á að breytingar á stjórnskipan Íslands hefðu verið í stöðugri umræðu nánast allt frá lýðveldisstofnun. Margir teldu að allt hefði verið betra á árum áður. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands bíður með Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis eftir því að ávarpa þingheim við setningu 153. þings,Vísir/Vilhelm „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Misskilin fortíðarþrá væri eitt, en leitandi þekking á þeim þráðum sem tengdu hið liðna við nútíð og framtíð væri allt annað. Svo vék forsetinn að stöðu íslenskunnar í nútímanum. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt að íslenskan sé gjaldgeng í stafrænum heimi.Vísir/Vilhelm „Nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði forsetinn. Um leið ætti að sýna þeim umburðarlyndi sem flyttust til landsins og vildu læra tungumálið en þyrftu til þess aðstoð. „Á því högnumst við öll og örvæntum ekki. Við getum vel tryggt framtíð íslenskunnar. Vilji er allt sem þarf,“ sagði Guðni. Hér má lesa ávarp forseta Íslands í heild sinni. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar ræddu fjárlagafrumvarpið við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag:
Forseti Íslands Alþingi Guðni Th. Jóhannesson Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Tengdar fréttir Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35 Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. 13. september 2022 15:35
Bein útsending: Setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 13. september 2022 13:01