„Afi Palli“ er vinsæll í leikskólanum á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2022 20:07 “Afi Palli” er vinsæll í leikskólanum á Flúðum hjá krökkunum en hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem kann mjög vel við sig í nýja starfinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börnin í leikskólanum á Flúðum eru alsæl með að vera búin að fá „afa“ í leikskólann sinn enda er hann alltaf kallaður „Afi Palli“. Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira