„Virkilega kærkomið” Árni Gísli Magnússon skrifar 11. september 2022 17:16 Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var loksins mættur á hliðarlínuna eftir fimm leikja bann og gat heldur betur brosað í leikslok eftir að lið hans sigraði topplið Breiðabliks, 2-1, á Greifavellinum á Akureyri í dag. Sveinn Margeir kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Viktor Karl jafnaði fyrir Blika í þeim seinni. Hallgrímur Mar skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Maður er náttúrulega bara hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst Blikarnir vera sterkari í fyrri hálfleik svona heilt yfir, meira með boltann, en í sjálfu sér að skapa mjög lítið. Við vorum alltaf hættulegri aðilinn á sóknarþriðjung,” sagði Arnar Grétarson í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Svo fannst mér bara í seinni hálfleik við helvíti flottir og sköpum okkur mikið af færum en gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur að nýta ekki þau færi sem við vorum að fá og það er oft erfitt og hefur verið að kosta okkur hingað til gegn þessum erfiðari liðum en í dag féll þetta okkar megin og ég held þetta hafi alveg verið sanngjarnan sigur og þetta er eitthvað alveg virkilega kærkomið.” Nökkvi Þeyr Þórisson, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar, samdi á dögunum við Beerschot í Belgíu og var því í alvöru skarð að fylla fyrir KA. „Strákarnir eiga þetta fyllilega skilið og það er bara virkilega gaman að því og líka ljósi þess að við vorum að missa manninn sem er búinn að vera hvað flottastur hjá okkur í annars mjög flottu liði. Menn stíga heldur betur upp og eiga frábæran leik. Við erum að spila á móti því liði sem er búið að vera alveg geggjað í sumar og eru verðskuldað í þeirri stöðu sem þeir eru og bara frábært að klára leikinn svona og gera okkur enn þá líklega í þetta annað sæti og það er bara flott.” Jakob Snær Árnason byrjaði leikinn í fjarveru Nökkva og var Arnar virkilega ánægður með hans frammistöðu í dag. „Við vitum alveg Jakob getur. Jakob er auðvitað gríðarlega öflugur líkamlega og fljótur, er fylginn sér og það er eitthvað sem þú færð alltaf frá honum, hann er 150 prósent liðsmaður og leggur sig alltaf gríðarlega fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur þannig að mér fannst hann bara mjög flottur í dag og var að gera flotta hluti og bara liðsframmistaðan í dag var rosalega flott. Þeir lágu svolítið á okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við verjast vel og við vorum hættulegir þegar við vorum að sækja á þá og bara heilt yfir gríðarlega stoltur af liðinu í dag.” Breiðablik pressaði KA gríðarlega hátt, sérstaklega í upphafi leiks, en heimamenn spiluðu sig oft vel úr þeim aðstæðum sem ekki mörg lið geta gert gegn Blikum, „Ég held að við höfum alveg sýnt að þó að við höfum verið svolítið undir radarnum hjá fólki að við vitum alveg hvað liðið getur. Við vorum í keppninni um titilinn svona langleiðina í fyrra þangað til við fengum tvo leiki við Blika í röð undir lok tímabilsins í fyrra og það voru hörkuleikir sem féllu Blikamegin en mjög jafnir í tölfræði og annað en við töpuðum þeim leikjum og þeir leikir sem við höfum spilað gegn Víkingi hér heima, og Breiðablik þó við höfum tapað stórt úti, þá var það hörku leikur en hlutirnir hafa ekki alltaf fallið með okkur en við í raun og veru fylgjum eftir góðu tímabili í fyrra þar sem við vorum eitt af þessum þremur liðum alveg undir lokin að keppa um toppsætið.Núna erum við að narta í hælana á þessum toppliðum tveimur og erum búnir að vera í öðru sæti í einhvern tíma og nálægt Víkingunum en Blikarnir hafa svona haft aðeins forskot en auðvitað er þetta þannig að þessi litlu atriði skipta máli í fótbolta og það þarf að falla svolítið með þér og það gerði það hjá okkur í dag,” sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Besta deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Sveinn Margeir kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Viktor Karl jafnaði fyrir Blika í þeim seinni. Hallgrímur Mar skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Maður er náttúrulega bara hrikalega stoltur af strákunum. Mér fannst Blikarnir vera sterkari í fyrri hálfleik svona heilt yfir, meira með boltann, en í sjálfu sér að skapa mjög lítið. Við vorum alltaf hættulegri aðilinn á sóknarþriðjung,” sagði Arnar Grétarson í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við. „Svo fannst mér bara í seinni hálfleik við helvíti flottir og sköpum okkur mikið af færum en gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur að nýta ekki þau færi sem við vorum að fá og það er oft erfitt og hefur verið að kosta okkur hingað til gegn þessum erfiðari liðum en í dag féll þetta okkar megin og ég held þetta hafi alveg verið sanngjarnan sigur og þetta er eitthvað alveg virkilega kærkomið.” Nökkvi Þeyr Þórisson, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í sumar, samdi á dögunum við Beerschot í Belgíu og var því í alvöru skarð að fylla fyrir KA. „Strákarnir eiga þetta fyllilega skilið og það er bara virkilega gaman að því og líka ljósi þess að við vorum að missa manninn sem er búinn að vera hvað flottastur hjá okkur í annars mjög flottu liði. Menn stíga heldur betur upp og eiga frábæran leik. Við erum að spila á móti því liði sem er búið að vera alveg geggjað í sumar og eru verðskuldað í þeirri stöðu sem þeir eru og bara frábært að klára leikinn svona og gera okkur enn þá líklega í þetta annað sæti og það er bara flott.” Jakob Snær Árnason byrjaði leikinn í fjarveru Nökkva og var Arnar virkilega ánægður með hans frammistöðu í dag. „Við vitum alveg Jakob getur. Jakob er auðvitað gríðarlega öflugur líkamlega og fljótur, er fylginn sér og það er eitthvað sem þú færð alltaf frá honum, hann er 150 prósent liðsmaður og leggur sig alltaf gríðarlega fram í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur þannig að mér fannst hann bara mjög flottur í dag og var að gera flotta hluti og bara liðsframmistaðan í dag var rosalega flott. Þeir lágu svolítið á okkur í fyrri hálfleik en mér fannst við verjast vel og við vorum hættulegir þegar við vorum að sækja á þá og bara heilt yfir gríðarlega stoltur af liðinu í dag.” Breiðablik pressaði KA gríðarlega hátt, sérstaklega í upphafi leiks, en heimamenn spiluðu sig oft vel úr þeim aðstæðum sem ekki mörg lið geta gert gegn Blikum, „Ég held að við höfum alveg sýnt að þó að við höfum verið svolítið undir radarnum hjá fólki að við vitum alveg hvað liðið getur. Við vorum í keppninni um titilinn svona langleiðina í fyrra þangað til við fengum tvo leiki við Blika í röð undir lok tímabilsins í fyrra og það voru hörkuleikir sem féllu Blikamegin en mjög jafnir í tölfræði og annað en við töpuðum þeim leikjum og þeir leikir sem við höfum spilað gegn Víkingi hér heima, og Breiðablik þó við höfum tapað stórt úti, þá var það hörku leikur en hlutirnir hafa ekki alltaf fallið með okkur en við í raun og veru fylgjum eftir góðu tímabili í fyrra þar sem við vorum eitt af þessum þremur liðum alveg undir lokin að keppa um toppsætið.Núna erum við að narta í hælana á þessum toppliðum tveimur og erum búnir að vera í öðru sæti í einhvern tíma og nálægt Víkingunum en Blikarnir hafa svona haft aðeins forskot en auðvitað er þetta þannig að þessi litlu atriði skipta máli í fótbolta og það þarf að falla svolítið með þér og það gerði það hjá okkur í dag,” sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Besta deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Leik lokið: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Breiðablik fyrir KA fyrir norðan, 2-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:01