Fótbolti

Hákon Rafn hélt hreinu gegn Sundsvall

Atli Arason skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson er markvörður Elfsborg.
Hákon Rafn Valdimarsson er markvörður Elfsborg. Elfsborg

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg, lék allan leikinn og hélt hreinu í 0-2 útisigri gegn Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með Elfsborg í dag vegna uppsafnaðra spjalda.

Michael Baidoo skoraði bæði mörk Elfsborg í fyrri hálfleik en þetta er annar sigurleikur Elfsborg í röð eftir 3-2 sigurinn gegn Malmö í síðustu umferð.

Með sigrinum fer Elfsborg upp í 30 stig og er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Sundsvall er eftir sem áður í 16. og neðsta sæti deildarinnar með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×