„Búin að vera að njósna á Instagram“ Atli Arason skrifar 11. september 2022 11:00 Helena Ólafsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir ræða málin í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Markmið Vals í Meistaradeildinni er að komast áfram í riðlakeppnina. Valur leikur fyrri leikinn gegn Slavia Praha í umspili Meistaradeildar Evrópu miðvikudaginn 21. September en Arna Sif Ásgrímsdóttir og Mist Edvardsdóttir, leikmenn Vals, ræddu möguleikana og undirbúning fyrir leikinn mikilvæga í Bestu mörkunum með Helenu Ólafsdóttur. „Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
„Þetta verður alltaf hörku leikur og erfitt. Maður þekkir ekki mikið til en maður er aðeins búin að vera að njósna á Instagram og svona,“ sagði Arna Sif áður en hún bætti við. „Það virðist vera mikið af landsliðskonum í þessu liði þannig ég reikna með að þetta verði alveg hörku leikur en klárlega möguleiki.“ Mist tók undir með Örnu en tekur fram að þær eru ekki búnar að greina lið Slavia Praha í þaula. „Eins og ég sé þetta núna, án þess að þekkja mikið til liðsins þar sem við erum ekkert byrjaðar að leikgreina þær eða fá einhverjar upplýsingar um þær enn þá. Þá held ég að þetta sé samt alveg 50/50 séns,“ sagði Mist. „ Alveg klárlega,“ svaraði Arna aðspurð að því hvort markmiðið væri ekki að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra og fara áfram í riðlakeppnina. Til þess þarf liðið að vinna þetta tveggja leika einvígi gegn Slavia Praha. Riðlakeppnin sjálf er svo leikinn í október til desember, þegar Besta-deildin er búin. „Þegar maður var fylgjast með Blikunum í fyrra þá sá maður vott af því að þær voru ekki í miðju tímabili. Þá er auðvelt að sitja upp í sófa og láta vita að maður tekur eftir þessu. Að æfa og spila er tvennt ólíkt,“ sagði Arna „Það er líka örugglega skrítið að æfa fyrir tvo leiki í mánuði,“ skaut Mist inn í. Blika stelpur æfðu og spiluðu mikið með strákum til að ná einhverjum 11 gegn 11 leikjum í sínum undirbúning fyrir leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á síðasta ári. Valskonur eru einnig vanar að spila við stráka og munu gera það áfram ef þess þarf. „Já við höfum alveg verið að gera það. Við tókum einhverja leiki í vor og vetur, Pétur [Pétursson, þjálfari Vals] gerir það af og til,“ sagði Mist „Við fáum af og til hóp af strákum inn á æfingar í svona blandaðan hóp. Það er bara skemmtilegt en oft eru þetta einhverjir litlir og snöggir sem maður þarf að sparka niður til að reyna að halda í við þá. Það er bara gaman,“ bætti Arna við með bros á vör. Umræðunnar í heild um leikinn og undirbúninginn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Búin að vera að njósna á Instagram
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Valur fer til Tékklands | Skandinavískur Íslendingaslagur Dregið var í umspil Meistaradeildar kvenna í fótbolta í Nyon í Sviss í dag. Sæti í riðlakeppninni er undir er Valur mætir Slaviu Prag frá Tékklandi og þá er Íslendingaslagur á dagskrá. 1. september 2022 11:18