Bjargaði lífi stuðningsmanns Atli Arason skrifar 11. september 2022 10:31 Markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, með mikilvægasta grip tímabilsins. Twitter Leikur Cadiz og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í gær var stöðvaður í tæpan klukkutíma þegar stuðningsmaður Cadiz féll í yfirlið. Á 82. mínútu, í stöðunni 0-2 fyrir Barcelona, var leikurinn stöðvaður þegar dómaratríó leiksins fékk að vita að eldri stuðningsmaður á vellinum hafi fallið meðvitundarlaus til jarðar. Cadiz goalkeeper Jeremías Conan Ledesma is heroic for rushing a medical kit to the stands after a fan suffered a health emergency 🙏🏻(via @ESPNDeportes)pic.twitter.com/TmoMjPMqJL— SI Soccer (@si_soccer) September 10, 2022 Flestir stóðu og fylgdust ráðalausir með nema markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, sem tók sprett í átt að sjúkrateymi Barcelona, fékk hjartastuðtæki og kastaði því upp í stúku til viðbragðsaðila. Ledesma virtist áhyggjufullur og það var Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, einnig. Araujo kraup niður á hné og bað æðri mátt um aðstoð, enda strax ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða. 🥺 Ronald Araújo seen praying for the fan who's fighting for his life in the stands during Cadiz vs. Barcelona. pic.twitter.com/iR5JjUuKUf— Select FCB (@SelectFCB) September 10, 2022 José Mari, leikmaður Cadiz, aðstoðaði einnig með því að hlaupa upp í stúku með sjúkrabörur til að koma stuðningsmanninum af vellinum og í sjúkrabíl sem fyrst. Dómari leiksins skipaði leikmönnum svo að halda aftur til búningsherbergja á meðan hugað væri að stuðningsmanninum. Leiknum var svo haldið áfram tæpri klukkustund eftir að hafa verið stöðvaður þegar að forseti Cadiz, Manuel Vizcanio, tilkynnti að endurlífgunartilraunir gengu eftir og að ástand stuðningsmannsins væri stöðugt. Ljóst þykir að án skjótra viðbragða leikmanna Cadiz hefði niðurstaðan mögulega verið önnur. Eru þeir hampaðir á samfélagsmiðlum sem hetjur. Barcelona skoraði tvisvar í viðbót eftir að leikurinn hófst aftur og vann að lokum 4-0 sigur. Scary moments in Cádiz as there is a medical emergency in the standsImpressive response by the Cádiz players, Ledesma running over with a defilibrator and then José Mari helping to get a stretcher over.Hopefully the quick response by everyone will make sure this ends well https://t.co/IVCj0iQL4C— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) September 10, 2022 Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Á 82. mínútu, í stöðunni 0-2 fyrir Barcelona, var leikurinn stöðvaður þegar dómaratríó leiksins fékk að vita að eldri stuðningsmaður á vellinum hafi fallið meðvitundarlaus til jarðar. Cadiz goalkeeper Jeremías Conan Ledesma is heroic for rushing a medical kit to the stands after a fan suffered a health emergency 🙏🏻(via @ESPNDeportes)pic.twitter.com/TmoMjPMqJL— SI Soccer (@si_soccer) September 10, 2022 Flestir stóðu og fylgdust ráðalausir með nema markvörður Cadiz, Jeremías Conan Ledesma, sem tók sprett í átt að sjúkrateymi Barcelona, fékk hjartastuðtæki og kastaði því upp í stúku til viðbragðsaðila. Ledesma virtist áhyggjufullur og það var Ronald Araujo, varnarmaður Barcelona, einnig. Araujo kraup niður á hné og bað æðri mátt um aðstoð, enda strax ljóst að um alvarlegt atvik væri að ræða. 🥺 Ronald Araújo seen praying for the fan who's fighting for his life in the stands during Cadiz vs. Barcelona. pic.twitter.com/iR5JjUuKUf— Select FCB (@SelectFCB) September 10, 2022 José Mari, leikmaður Cadiz, aðstoðaði einnig með því að hlaupa upp í stúku með sjúkrabörur til að koma stuðningsmanninum af vellinum og í sjúkrabíl sem fyrst. Dómari leiksins skipaði leikmönnum svo að halda aftur til búningsherbergja á meðan hugað væri að stuðningsmanninum. Leiknum var svo haldið áfram tæpri klukkustund eftir að hafa verið stöðvaður þegar að forseti Cadiz, Manuel Vizcanio, tilkynnti að endurlífgunartilraunir gengu eftir og að ástand stuðningsmannsins væri stöðugt. Ljóst þykir að án skjótra viðbragða leikmanna Cadiz hefði niðurstaðan mögulega verið önnur. Eru þeir hampaðir á samfélagsmiðlum sem hetjur. Barcelona skoraði tvisvar í viðbót eftir að leikurinn hófst aftur og vann að lokum 4-0 sigur. Scary moments in Cádiz as there is a medical emergency in the standsImpressive response by the Cádiz players, Ledesma running over with a defilibrator and then José Mari helping to get a stretcher over.Hopefully the quick response by everyone will make sure this ends well https://t.co/IVCj0iQL4C— Alexandra Jonson (@AlexandraJonson) September 10, 2022
Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25 Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Handbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Börsungar ekki í neinum vandræðum með botnliðið Stórskotalið Barcelona átti ekki í teljandi erfiðleikum með botnlið Cadiz þegar liðin áttust við í Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10. september 2022 19:25