Boðar til aðhaldsaðgerða í fjárlagafrumvarpi næsta árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 13:55 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar til aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga úr stuðningi við stjórnmálaflokka um fimm prósent á næsta ári og grípa til annarra viðlíka aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Ráðherrann mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudaginn. „Að hluta er það kannski raunsæi. Það var ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að við gætum framkvæmt jafn mikið og áður var áætlað,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að leiða verði leitað til að ýta nýjum útgjöldum, sem átti að stofna til á næsta ári, yfir á árið 2024. Dæmi um þær aðhaldsaðgerðir sem gripið verður til, til að draga úr þenslu í hagkerfinu og styðja Seðlabankann í hans aðgerðum, er að auka gjaldtöku á umhverfisvænum bílum. Engar meiriháttar breytingar verði gerðar á skattamálum en krónutöluskattar hækki þó í takt við verðlag. „Afkoma ríkissjóðs er að lagast töluvert þessi misserin. hraðar en við gerðum áður ráð fyrir, sem skiptir miklu fyrir skuldastöðuna,“ segir Bjarni í viðtalinu. „Það sem er sérstakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er að við erum að koma úr djúpri efnahagslægð yfir í kraftmikinn hagvöxt. Þetta gerist á ofboðslega skömmum tíma. Áfram er það aðalmarkmið opinberu fjármálanna að ná niður verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun.“ Verðbólgan nemur nú 9,7 prósentum en í ágústmánuði lækkaði ársverðbólga í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Í júlímánuði nam verðbólgan 9,9 prósentum og lækkaði því um 0,2 prósent í ágúst. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
„Að hluta er það kannski raunsæi. Það var ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að við gætum framkvæmt jafn mikið og áður var áætlað,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að leiða verði leitað til að ýta nýjum útgjöldum, sem átti að stofna til á næsta ári, yfir á árið 2024. Dæmi um þær aðhaldsaðgerðir sem gripið verður til, til að draga úr þenslu í hagkerfinu og styðja Seðlabankann í hans aðgerðum, er að auka gjaldtöku á umhverfisvænum bílum. Engar meiriháttar breytingar verði gerðar á skattamálum en krónutöluskattar hækki þó í takt við verðlag. „Afkoma ríkissjóðs er að lagast töluvert þessi misserin. hraðar en við gerðum áður ráð fyrir, sem skiptir miklu fyrir skuldastöðuna,“ segir Bjarni í viðtalinu. „Það sem er sérstakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er að við erum að koma úr djúpri efnahagslægð yfir í kraftmikinn hagvöxt. Þetta gerist á ofboðslega skömmum tíma. Áfram er það aðalmarkmið opinberu fjármálanna að ná niður verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun.“ Verðbólgan nemur nú 9,7 prósentum en í ágústmánuði lækkaði ársverðbólga í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Í júlímánuði nam verðbólgan 9,9 prósentum og lækkaði því um 0,2 prósent í ágúst.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54
Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55