„Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem fylgir þessu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. september 2022 19:26 Ólöfu var byrlað ólyfjan í miðbænum fyrir nokkrum árum en hún segir þolendur oft kenna sjálfum sér um. Vísir/Einar Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana. Fólki getur verið byrlað ólyfjan undir ýmsum kringumstæðum en algengast er að slíkt eigi sér stað á skemmtistöðum þar sem áfengi kemur við sögu. Lyfjum á borð við smjörsýru og MDMA sé laumað í drykki einstaklinga og beðið eftir viðbrögðum. Vísir Að því er kemur fram á vef 112 er algengt að fólk sem hefur verið byrlað virðist illa áttað, tali óskýrt, missi stjórn á útlimum og verði meðvitundarlítið eða meðvitundarlaust. Einkennin geta þó verið af ýmsum toga. „Í sumum tilfellum, eins og mínu tilfelli, þá var ég alveg fullkomlega meðvituð, ég var meðvituð um að ég hafði enga stjórn á útlimum. Ég stóð ekki í lappirnar og ég var í raun og veru bara mjög heppin að ég var með góðu fólki,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona í Öfgum. „Svo bara daginn eftir þá var ég á svo ótrúlega miklum niðurtúr, það var svo ótrúlega mikil óvissa, ég veit ekki hvað er í líkamanum mínum. Ég bara upplifði það eins og það væri verið að eitra fyrir mér,“ segir Ólöf. Byrlanir koma reglulega upp, þó þær séu sjaldnast tilkynntar og margir leiti sér ekki aðstoðar, en verkefnastjóri neyðarmóttöku sagði í kvöldfréttum í vikunni að sögurnar væru of margar til að rengja þær. Ólöf segist hafa heyrt sögur sem ná aftur til ársins 1950 en núna séu þolendur í fyrsta sinn að fá raunverulega áheyrn. Margar upplifi að brotin séu ekki tekin alvarlega af lögreglu og öðrum, sérstaklega þegar áfengi kemur við sögu. Öfgar hafi heyrt dæmi af konu sem fór í hjartastopp í sjúkrabíl en vinkona hennar hafi þurft að berjast fyrir því að sjúkrabíllinn kæmi. Þá hafi þau heyrt af fjölda kvenna sem hafi legið eins og hræ á bráðamóttökunni án þess að fá blóðprufu. Rætt var við verkefnastjóra á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Innslagið má finna í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem að fylgir þessu og við auðvitað bara kennum okkur sjálfum oft því miður um,“ segir Ólöf. „Það er í raun og veru bara rosalega fordómafullt viðhorf gagnvart þolendum byrlana og þeir fá í raun og veru enga aðstoð.“ Byrlun er ekki sjálfstætt brot á lögum en er oftast nefnd þegar kynferðisbrot kemur einnig við sögu. „Það á ekki að vera þannig að það sé bara hlustað á okkur þegar það er brotið á okkur . Það er verið að svipta þig frelsinu, þú hefur enga stjórn. Og þó að byrlarinn brjóti ekki á þér þá getur það verið einhver annar,“ segir Ólöf. Viðhorf til byrlana hafi þó tekið breytingum upp á síðkastið og greindi verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra frá því í hádegisfréttum í dag að verið væri að skoða hvernig bæta megi viðbrögð í þessum málum og gera fólki grein fyrir alvarleika brotsins. „Með fræðslu þá ætti það að vera hægt, með lagabreytingu þá ætti það að vera hægt, og bara með því að samfélagið taki sig saman og vinni bara gegn þessu, lögreglan vinni gegn þessu, heilbrigðiskerfið vinni gegn þessu, þá ættum við að geta unnið á þessu en við þurfum öll að viðurkenna vandann til að byrja með,“ segir Ólöf. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sögurnar of margar til að rengja þær Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. 7. september 2022 19:00 Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Fólki getur verið byrlað ólyfjan undir ýmsum kringumstæðum en algengast er að slíkt eigi sér stað á skemmtistöðum þar sem áfengi kemur við sögu. Lyfjum á borð við smjörsýru og MDMA sé laumað í drykki einstaklinga og beðið eftir viðbrögðum. Vísir Að því er kemur fram á vef 112 er algengt að fólk sem hefur verið byrlað virðist illa áttað, tali óskýrt, missi stjórn á útlimum og verði meðvitundarlítið eða meðvitundarlaust. Einkennin geta þó verið af ýmsum toga. „Í sumum tilfellum, eins og mínu tilfelli, þá var ég alveg fullkomlega meðvituð, ég var meðvituð um að ég hafði enga stjórn á útlimum. Ég stóð ekki í lappirnar og ég var í raun og veru bara mjög heppin að ég var með góðu fólki,“ segir Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona í Öfgum. „Svo bara daginn eftir þá var ég á svo ótrúlega miklum niðurtúr, það var svo ótrúlega mikil óvissa, ég veit ekki hvað er í líkamanum mínum. Ég bara upplifði það eins og það væri verið að eitra fyrir mér,“ segir Ólöf. Byrlanir koma reglulega upp, þó þær séu sjaldnast tilkynntar og margir leiti sér ekki aðstoðar, en verkefnastjóri neyðarmóttöku sagði í kvöldfréttum í vikunni að sögurnar væru of margar til að rengja þær. Ólöf segist hafa heyrt sögur sem ná aftur til ársins 1950 en núna séu þolendur í fyrsta sinn að fá raunverulega áheyrn. Margar upplifi að brotin séu ekki tekin alvarlega af lögreglu og öðrum, sérstaklega þegar áfengi kemur við sögu. Öfgar hafi heyrt dæmi af konu sem fór í hjartastopp í sjúkrabíl en vinkona hennar hafi þurft að berjast fyrir því að sjúkrabíllinn kæmi. Þá hafi þau heyrt af fjölda kvenna sem hafi legið eins og hræ á bráðamóttökunni án þess að fá blóðprufu. Rætt var við verkefnastjóra á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Innslagið má finna í spilaranum hér fyrir neðan. „Það er ótrúlega mikil skömm og niðurlæging sem að fylgir þessu og við auðvitað bara kennum okkur sjálfum oft því miður um,“ segir Ólöf. „Það er í raun og veru bara rosalega fordómafullt viðhorf gagnvart þolendum byrlana og þeir fá í raun og veru enga aðstoð.“ Byrlun er ekki sjálfstætt brot á lögum en er oftast nefnd þegar kynferðisbrot kemur einnig við sögu. „Það á ekki að vera þannig að það sé bara hlustað á okkur þegar það er brotið á okkur . Það er verið að svipta þig frelsinu, þú hefur enga stjórn. Og þó að byrlarinn brjóti ekki á þér þá getur það verið einhver annar,“ segir Ólöf. Viðhorf til byrlana hafi þó tekið breytingum upp á síðkastið og greindi verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra frá því í hádegisfréttum í dag að verið væri að skoða hvernig bæta megi viðbrögð í þessum málum og gera fólki grein fyrir alvarleika brotsins. „Með fræðslu þá ætti það að vera hægt, með lagabreytingu þá ætti það að vera hægt, og bara með því að samfélagið taki sig saman og vinni bara gegn þessu, lögreglan vinni gegn þessu, heilbrigðiskerfið vinni gegn þessu, þá ættum við að geta unnið á þessu en við þurfum öll að viðurkenna vandann til að byrja með,“ segir Ólöf.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Sögurnar of margar til að rengja þær Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. 7. september 2022 19:00 Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Sögurnar of margar til að rengja þær Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. 7. september 2022 19:00
Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36