Hundruð jarðskjálfta mælst síðan á miðnætti Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 10:47 Náttúruvársérfræðingur segir ekki útilokað að stærri skjálftar verði í hrinunni. Getty Ríflega 730 jarðskjálftar hafa mælst í námunda við Grímsey síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var 4,0 að stærð og mældist klukkan korter í þrjú í nótt. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Jarðskjálftahrinan hófst hinn 8. september síðastliðinn og hafa rúmlega 4000 skjálftar mælst í hrinunni. Stærsti skjálftinn mældist fyrir tveimur dögum síðan og var hann 4,9 að stærð. Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftahrinur á þessu svæði séu mjög þekktar. „Það er brotabelti þarna sem liggur fram hjá og kallast Grímseyjarbeltið og þetta eru jarðskjálftahrinur sem verða út af flekahreyfingum,“ segir Kristín Elísa. Síðast varð stór jarðskjálftahrina á svæðinu árið 2018 og sú fjaraði smám saman út. Hið sama átti sér stað árið 2013. „Það er alltaf aukin hætta á því í svona hrinum að það komi stærri skjálftar þannig að það er ekki útilokað að það komi stærri skjálftar. Í hrinunni 2018 þá komu skjálftar sem voru yfir fimm að stærð, þannig að það geta alveg komið stærri skjálftar - það er alveg þekkt í hrinum á þessu svæði,“ segir Kristín Elísa. Á myndinni sést greinilega hve margir skjálftar hafa mælst á svæðinu.Veðurstofan Hún segir brýnt að fólk rifji reglulega upp viðbrögð við jarðskjálftum en leiðbeiningar má nálgast á vefsíðu Almannavarna. Þar segir meðal annars að ekki eigi að stilla þungum munum ofarlega í hillur eða á veggi og fyrirbyggja að skápar, málverk og þungir munir geti fallið á svefnstaði. Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24 Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst hinn 8. september síðastliðinn og hafa rúmlega 4000 skjálftar mælst í hrinunni. Stærsti skjálftinn mældist fyrir tveimur dögum síðan og var hann 4,9 að stærð. Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftahrinur á þessu svæði séu mjög þekktar. „Það er brotabelti þarna sem liggur fram hjá og kallast Grímseyjarbeltið og þetta eru jarðskjálftahrinur sem verða út af flekahreyfingum,“ segir Kristín Elísa. Síðast varð stór jarðskjálftahrina á svæðinu árið 2018 og sú fjaraði smám saman út. Hið sama átti sér stað árið 2013. „Það er alltaf aukin hætta á því í svona hrinum að það komi stærri skjálftar þannig að það er ekki útilokað að það komi stærri skjálftar. Í hrinunni 2018 þá komu skjálftar sem voru yfir fimm að stærð, þannig að það geta alveg komið stærri skjálftar - það er alveg þekkt í hrinum á þessu svæði,“ segir Kristín Elísa. Á myndinni sést greinilega hve margir skjálftar hafa mælst á svæðinu.Veðurstofan Hún segir brýnt að fólk rifji reglulega upp viðbrögð við jarðskjálftum en leiðbeiningar má nálgast á vefsíðu Almannavarna. Þar segir meðal annars að ekki eigi að stilla þungum munum ofarlega í hillur eða á veggi og fyrirbyggja að skápar, málverk og þungir munir geti fallið á svefnstaði.
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24 Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24
Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12